Skólastarf verður samkvæmt stundaskrá á mánudag og þriðjudag og síðasti dagur gæslunnar er á þriðjudaginn.
Á miðvikudag er bekkjardagur eða ferðir með umsjónarkennara, mæting kl. 8:30 en heimferðir á misjöfnum tímum sem tilkynnt verður af umsjónarkennara.
Á fimmtudaginn er mæting kl.8:30 en þá verður sameiginleg útivist og grillað við skólann undir hádegi.. Skólastarfi lýkur kl. 13:30.
Föstudagurinn er skólaslitardagur og verða nemendur í 1.-9. bekk boðaðir um miðjan morgun en 10. bekkur eftir hádegi. Tímasetningar skólaslita tilkynntar síðar.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 470 3250 / Stafrænt leyfisblað er á heimasíðu skólans.