Það var svalt í veðri en ánægjuleg stund í starfsemi Söguslóða þegar Baldur Pálsson stjórnarformaður Söguslóða Austurlands afhenti Vopnafjarðarskóla 15 eintök af Vopnfirðingasögu að gjöf í dag. Söguslóðir gáfu bókina út haustið 2019 í samstarfi við áhugahóp á Vopnafirði um útgáfu og miðlun Vopnfirðingasögu. Á móti bókunum tóku Ása Sigurðardóttir kennari við skólann og frumkvöðull að því að útbúa Vopnfirðingasögu til þessarar útgáfu og Sigríður Elva Konráðsdóttir aðstoðarskólastjóri. Að sjálfsögðu fór móttakan fram með 2 metra millibili á milli viðstaddra.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 470 3250 / Stafrænt leyfisblað er á heimasíðu skólans.