Vopnafjarðarskóli, í samstarfi við Menningarmálanefnd, býður til fullveldishátíðar í Vopnafjarðarskóla laugardaginn 1. desember. 100 ár verða þá liðin frá því að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki.
Húsið opnar kl. 13:30 en formleg dagskrá hefst kl. 14 með ávarpi.
Meðal dagskrárefnis er söngur Kórs Vopnafjarðarskóla og Karlakórs Vopnafjarðar. Þá flytja nemendur ljóð og veittar verða viðurkenningar í ljóðasamkeppni nemenda.
Í skólanum verða til sýnis verkefni nemenda sem unnin verða á þemadögum þar sem þemað er saga Íslands og fullveldisárið 1918.
Að dagskrá lokinni er gestum boðið að þiggja kaffiveitingar í boði Ungmennafélagsins Einherja en 1. desember er 89 ára afmælisdagur félagsins.
Verið öll hjartanlega velkomin á fullveldishátíð okkar Vopnfirðinga
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 470 3250 / Stafrænt leyfisblað er á heimasíðu skólans.