Heilsueflandi skóli

Heilsueflandi skóli

Vopnafjarðarskóli er þátttakandi í verkefninu heilsueflandi grunnskólar. Landlæknisembættið heldur utan um verkefnið  en  það  hófst  hér vorið 2011.

Af hverju þarf heilsueflingu í skólann okkar?

Í aðalnámskrár grunnskóla er gengið út frá sex grunnþáttum og  er heilbrigði og velferð einn af þeim þáttum.

Heilsufar og menntun eru nátengd fyrirbæri. Heilsa nemenda ræður miklu hvernig nemendum gengur í námi. Skólinn er því kjörinn vettvangur til að hvetja til heilsueflingar og heilbrigðra lifnaðarhátta  meðal barna á skólaaldri.  Á þessu skeiði ævinnar læra þau um holla lífshætti, öðlast margvíslega þekkingu og temja sér lifnaðarhætti  sem hefur áhrif síðar á ævinni .

Lengi býr að fyrstu gerð.

Stýrihópur

Svava Birna Stefánsdóttir,  umsjónarkennari  7.-8 b

Sigríður Elva Konráðsdóttir, aðstoðarskólastjóri

Bjartur Aðalbjörnsson

 

 Á hverjum vetri er lögð áhersla á ákveðinn þátt heilsueflingar en ávallt eru allir þættir verkefnisins undir:

Áhersla hefur verið lögð á eftirfarandi þætti í Vopnafjarðarskóla: Hreyfing og öryggi, matarræði og tannheilsa, heimili og foreldrasamstarf og geðrækt.