Unnið með hegðunarvandkvæði

Vinnureglur og viðurlög við brotum á skólareglum

Áhersla er lögð á einstaklingslega meðferð agabrota og mismunandi viðbrögð og viðurlög eftir eðli máls og mati á heildaraðstæðum nemenda hverju sinni.

Ef nemandi veldur verulegri truflun í kennslustund og lætur sér ekki segjast við áminningu kennara er heimilt að vísa nemandanum úr kennslustund og eru foreldrar látnir vita af slíku.

Nemanda er fylgt í námsver eða á kennarastofu. Nemandi kemur ekki aftur inn í kennslustundina. Kennarinn skráir brotið, lætur umsjónarkennarann vita og ræðir við nemandann og  foreldra.

Neiti nemandi að fara út úr kennslustund kemur skólastjórnandi til að taka við nemanda og fylgja honum. Neiti nemandi ennþá að fara út úr kennslustofu er hringt strax í foreldra/forráðamann sem sækir nemandann í skólann.

Ef nemandi er sóttur í skólann mætir hann ekki aftur þann skóladag. Daginn eftir mætir nemandi á fund kennara með foreldri/forráðamanni áður en hann fer í fyrstu kennslustund.

Nemendur eru ábyrgir fyrir því tjóni sem þeir kunna að valda á eignum skóla, starfsfólks eða skólafélaga sinna. Týni nemandi bók sem skólinn lánar honum eða valdi á henni skemmdum getur skólinn krafist þess að viðkomandi bæti tjónið.

Mæti nemandi með skaðlega eða truflandi hluti í skólann t.d.  farsíma, tölvuleiki, myndavél eða önnur tæki er trufla kennslustund eða geta haft slysahættu í för með sér fær nemandinn aðvörun en við endurtekið brot er heimilt að viðkomandi tæki sé gert upptækt og aðeins  foreldrar eða forráðamenn fá það afhent.

Hafi umsjónarkennari  vísað málum nemanda til skólastjóra vegna brota á skólareglum er það ákvörðun skólastjórnar, í samráði við umsjónarkennara, hvort viðkomandi nemandi fær heimild til þátttöku í ferðum á vegum skólans.

Endurtekin eða gróf brot á skólareglum getur valdið því að nemanda sé umsvifalaust vísað til skólastjóra sem tekur ákvörðun um framhald málsins. Hafa skal samband við foreldra eins fljótt og auðið er. Þá getur komið til greina að foreldrar sæki nemanda.

Gerist nemandi sekur um alvarlegt brot á skólareglum eða lögum almennt hvar sem er á vegum skólans er heimilt að senda viðkomandi heim á kostnað forráðamanna sinna.

 

Ferill agabrota

  1.  Brot á skólareglum
    Viðkomandi starfsmaður áminnir nemanda.  Umsjónarkennari er látinn vita, hann skráir brotið, talar við nemandann og tilkynnir það til foreldra.

  2. Endurtekin brot
    Umsjónarkennari (og þeir sem hann kallar til) fundar með nemanda og foreldrum hans. Gert er samkomulag um leiðir til úrbóta.

  3. Enn í sama farinu
    Málinu vísað til skólastjóra sem ræðir við nemanda.

  4. Engin lausn í sjónmáli
    Skólastjóri fundar með foreldrum ásamt nemanda.  Áætlun gerð um aðgerðir og nemanda og foreldrum hans gerð grein fyrir þeim. Aðgerðir geta m.a. falist í vísun til sérfræðiþjónustu, sérúrræðum innan skólans eða tímabundinni brottvísun.

  5. Ef allt um þrýtur
    Nemanda vísað úr skóla og málið sent félagsmálayfirvalda til úrlausnar.

 

Nemenda og foreldrum/forráðamönnum hans skal gefinn kostur á að tjá sig ef ítrekað er að hegðun nemanda fundið og alltaf við brotum á skólareglum.

Foreldrum/forráðamönnum skal ætíð gerð grein fyrir brotum barna sinna á skólareglum og beitingu viðurlaga.

Ávallt skal hafa samstarf við foreldra/forráðamenn nemanda um úrlausn máls.

 

Sérhver nemandi er einstakur og við það  skal ávallt miðað við úrlausn mála er upp koma.

Starfsmaður ræðir við nemanda og lætur msjónarkennara vita sem ræðir við nemanda og foreldra.

Aftur og aftur koma upp vandamál með framkomu nemanda 

Umsjónarkennari kallar saman nemanda og foreldra og reynt er að gera samkomulag um leiðir til úrbóta.

Enn í sama farinu

Skólastjóri fundar  með umsjónarkennara, nemanda og foreldrum hans. Leiðir til úrbóta endurskoðaðar og ný áætlun gerð um framhald. Jafnvel kallað eftir aðstoð sérfræðinga skólaskrifstofu.

Engin lausn í sjónmáli

Leitað eftir sérfræðiaðstoð og leiðir til lausnar ræddar við foreldra. Ef allt þrýtur getur verið nauðsynlegt að nemandinn leiti aðstoðar og sé þá fjarri skóla tímabundið.

Meginreglan er að foreldrum/forráðamönnum sé gerð grein fyrir hegðunarvandkvæðum nemenda og ávallt skal hafa samstarf við foreldra/forráðamenn nemanda um úrlausn máls