Bókasafn

Bókasafn Vopnafjarðar er staðsett á miðsvæði skólans og sinnir bæði skólanum og sveitarfélaginu öllu.

Starfsmaður er Margrét Gunnarsdóttir.
Sími: 470 3253

Hlutverk skólasafnsins er að vinna að þeim markmiðum grunnskólans að veita nemendum tækifæri til að afla sér þekkingar og stuðla að fjölbreyttu og skapandi starfi. Starf á skólasafni þarf að henta öllum nemendum skólans, jafnt þeim yngstu sem þeim elstu og tengjast kennslu í sem flestum námsgreinum. Afar mikilvægt er að nemendur öðlist færni í að afla sér upplýsinga úr ýmsum miðlum og ekki síður að lesa úr þeim. Skólasafn sem gegnir lykilhlutverki í námi og kennslu ýtir undir frumkvæði og verður eitt af megin hjálpartækjum í starfi. Lestur og lestrarhvatning er afar mikilvægur þáttur í starfi skólasafnsins. Markmiðið er að gera nemendur okkar að áhugasömum lesendum jafnt á skáldrit sem fræðiefni. 

Skólasafnið er sameinað almenningssafninu og bætir það mikið úrval bóka sem nemendur og starfsfólk skólans hafa aðgang að. Auk bóka eru til útláns myndbönd, tímarit og hljóðbækur. Á safninu er einnig staðsett tölva með netaðgangi. Á skólasafninu gilda sérstakar reglur þar sem ætlast er til að friður og ró ríki.