Forföll og leyfi nemenda

Forföll

Foreldrar eru beðnir að láta ávallt vita um veikindi nemenda eins fljótt og auðið er. Forföll nemenda er bæði hægt að hringja inn og tilkynna í tölvupósti. Ætlast er til að forföll séu tilkynnt sem allra fyrst að morgni, helst fyrir kl. 8:30.

Foreldrum er bent á að ætlast er til að veikindi barna séu tilkynnt daglega nema ef vitað er fyrirfram um lengd veikinda; þá skal tilgreina tímann allan strax við fyrstu tilkynningu.

Vinsamlegast tilkynnið skriflega með undirskrift ef nemandi þarf að sleppa íþróttum eða útivist.

Leyfi

Ef nemandi þarf að fá leyfi ræða foreldrar við umsjónarkennara um leyfi í einn til tvo daga. 

Leyfi í þrjá daga eða lengur þarf að sækja um skriflega til skólastjórnenda á sérstöku umsóknareyðublaði í skólanum og á heimasíðu skólans. Foreldrar eru hvattir til að stilla leyfisbeiðnum í hóf þar sem margra daga missir úr skóla hefur sitt að segja. Í grunnskólalögum segir að heimilt sé að veita slík leyfi með því skilyrði að forráðamenn sjái til þess að nemandinn læri það sem hann missir úr námi og að það sé gert á meðan á leyfinu stendur. Annars vísast til skólareglna. Ef smellt er á umsóknarblað fyrir leyfi nemanda hér fyrir neðan kemur eyðublað sem prenta má út.