Húsnæði Vopnafjarðarskóla telur alls 2067,7 m2 (brúttó).
Eldri bygging, frá árinu 1967, er 844 m2.
Nýrri byggingin, frá árinu 2000, er 1223,7 m2.
Salur íþróttahússins er 26x15 m og Sundlaugin Selárdal er 12,5x6 m.
Heimastofur fyrir 1.-5. bekk eru á neðstu hæð en heimastofur 6.-10. bekkjar á efstu hæð.
Á miðhæð eru sérgreinastofur utan myndmennta sem eru á efstu hæðinni.
Auk þess eru Tónlistarskóli Vopnafjarðar, Bókasafn Vopnafjarðarhrepps og mötuneyti skólans staðsett á miðhæðinni.
78 nemendur eru í Vopnafjarðarskóla haustið 2020.
Kennslustundafjöldi hjá hverjum bekk á viku er sem hér segir:
1.-4 .bekkur: 30 kennslustundir
5.-7. bekkur: 35 kennslustundir
8.-10. bekkur: 37 kennslustundir Þar af eru valgreinastundir í 8., 9.og 10. bekk.
Samkennsla er að einhverju leyti í flestum bekkjum sem ræðst af fjölda í bekk, faglegum sjónarmiðum og kennsluaðferðum.
Í íþróttum er einnig samkennsla eftir aðstæðum og nemendafjölda.
Sundkennsla er haust og vor í Selárdalslaug í 12 km fjarlægð. Í akstur og kennslu er ætluð 1 klst. Þar af leiðir að bóklegum tímum fækkar í lítillega þegar sundkennsla stendur yfir.
Skólastarf hefst kl 8:30 en skólinn er opinn frá kl. 7:50. Bekkjarstofur undir eftirliti kennara eru opnar frá kl. 8 til 8:30.
Á mánudögum er kennslu lokið kl 14:10 en aðra daga lýkur kennslu 14.50 eða 15.10.
Nemendur ganga inn um aðalinngang nema nemendur í 1.-5. bekk sem ganga inn á neðstu hæð.
Skólahúsnæðið er opnað kl. 07:50 og gæsla nemenda er frá þeim tíma og fyrir 1.-4. bekk til kl.15:00 alla daga nema mánudaga til kl.14:20. Skólanum er lokað kl. 15:30 nema á mánudögum kl. 14:20.
Í skólaakstri eru 16 nemendur 2020-2021 og skiptist skólaaksturinn í 4 leiðir.
Fjallasíðan: Skjaldþingsstaðir, Hrísar, Refsstaður.
Hofsárdalur: Síreksstaðir, Einarsstaðir.
Vesturárdalur: Torfastaðir.
Ströndin: Strandhöfn, Ljósaland, Hámundarstaðir.
Heimanakstur er að morgni og heimkeyrsla kl 15:00 nema mánudaga kl 14:00. Þá er heimkeyrsla vegna félagsstarfa á öðrum tímum og tvö kvöld í viku ef þarf.
Á mánudögum eru oft fundahöld hjá starfsfólki frá kl.14:20-kl.16:00 og því er erfitt að ná sambandi við skólann á þeim tíma.