Í aðalnámskrá grunnskóla segir að sérhver skóli skuli gefa út skólanámskrá og starfsáætlun. Skólanámskrá er nánari útfærsla á ákvæðum aðalnámskrár grunnskóla um markmið, inntak náms og námsmat, starfshætti, mat á árangri og gæðum skólastarfs. Skólanámskrá tekur mið af sérstöðu grunnskóla og aðstæðum og skal endurskoða reglulega. Í nýrri Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011 eru sex grunnþættir menntunar lagðir til grundvallar. Þeir eru: læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Undanfarin misseri hefur starfsfólk Vopnafjarðarskóla verið að vinna að innleiðingu þessara þátta sem getið er í námskránni þó að innleiðingu sé ekki lokið.
Skólanámskrá Vopnafjarðarskóla skiptist í tvo megin hluta, almennan hluta sem hér birtist og námsvísa sem eru einnig á heimasíðunni undir námskrár bekkja . Í almenna hlutanum, sem er settur fram í þessu skjali, eru allar helstu upplýsingar um skólann en í námsvísunum eru upplýsingar um námsgreinar allra árganga skólans og fyrirkomulag námsmats.
Hafa ber í huga að starf í grunnskólum tekur alltaf einhverjum breytingum frá ári til árs og því er nauðsynlegt að endurskoða skólanámskrána á hverju ári svo alltaf megi þar finna nýjustu upplýsingar um skólastarfið. Það skiptir einnig miklu máli að allir þeir sem koma að starfinu í skólanum, nemendur, foreldrar og starfsmenn kynni sér vel inntak hennar. Allar ábendingar um það sem betur má fara í starfi skólans eru vel þegnar. Skólanámskrá Vopnafjarðarskóla er aðgengileg á heimasíðu skólans.
Með von um gott samstarf
Skólastjóri
Farkennsla í Vopnafjarðarkauptúni hófst veturinn 1894 og í skólahéraðinu 1896. Föst kennsla hófst í húsinu Bergi og í Miklagarði 1898-1899. Árið 1906 var Barnaskólinn tekinn í notkun . Árið 1949 hófst kennsla í heimavistarskólanum á Torfastöðum en fram að 1947 hafði verið farkennsla í sveitinni. Vopnafjarðarskóli, nýr skóli, að Lónabraut 12, var síðan tekinn í notkun 1967. Þessar byggingar segja okkur hversu stórt framfaraspor í okkar skólamálum þær hafa verið á sínum tíma. Kennsla á Torfastöðum var lögð af 1986 en síðustu árin sem heimavist var þar voru nemendur keyrðir út í Vopnafjarðarskóla. Heimanakstur hefur því verið í gangi síðan 1986. Stórt skref var stigið þegar íþróttahúsið var tekið í notkun 1988 . Sigvaldi Thordarson , arkitekt, teiknaði Vopnafjarðarskóla og tók Geirharður Þorsteinsson við af honum 1964 þegar Sigvaldi lést en Geirharður var einnig arkitekt íþróttahússins.
Þegar Vopnafjarðarskóli var tekinn í notkun 1967 var af mörgum talið að byggingin væri of stór enda mikil stækkun frá litla Barnaskólanum. Ekki leið þó á löngu þar til þörf var á breytingu á henni til að fá betri nýtingu þar sem meiri kröfur voru gerðar til skólahalds. Síðan hafa margar breytingar verið gerðar til að mæta breyttum áherslum. Á 8. áratugnum var farið að tala um stækkun skólans og skólanefndir ályktuðu í þá veru enda var skólinn starfræktur á tveimur til þremur stöðum, tveimur elstu bekkjum kennt í félagsheimilinu Miklagarði í nokkur ár og heimilisfræði ávallt kennd þar. Árið 1992 var hluti hússins Austurborgar keyptur og leigð stofa þar 1994 til að einsetja skólann við erfiðar aðstæður.
Það var síðan í júníbyrjun 1998 að börn fædd 1994 tóku fyrstu skóflustunguna að nýbyggingu skólans og stefnt að því taka hana í notkun haustið 2000 þegar þau hæfu sína skólagöngu. Áætlunin gekk eftir og börnin hófu sitt nám í nýbyggingunni eins og að var stefnt í upphafi skólaársins 2000-2001. Arktitekt að nýbyggingunni er Þorsteinn Geirharðsson sonur Geirharðs Þorsteinssonar.
Vopnafjarðarskóli er heildstæður grunnskóli fyrir nemendur á Vopnafirði, þorpinu þar sem skólinn er og dreifbýli eða sveit. Allir nemendur sem búsettir eru í sveitarfélaginu fá inngöngu í skólann. Nemendur við upphaf skólaárs eru 87, 69 nemendur í þorpinu og 18 nemendur í sveitinni. Skólaakstur er fyrir nemendur í sveitinni og sinna þrír skólabílar skólaakstri, þrjár akstursleiðir sem skiptast með eftirfarandi hætti..
Fjallasíðan; Skjaldþingsstaðir, Hrísar.
Hofsárdalur; Ásbrandsstaðir, Deildarfell, Hof, Þorbrandsstaðir.
Vesturárdalur; Torfastaðir, Búastaðir, Hauksstaðir.
Lón og Strönd; Dynskógar, Hvammsgerði, Ljósaland
Breytingar geta verið á akstri eftir því hvar börn á skólaakstri eru búsett.
Heimanakstur er að morgni, mislangur eftir fjarlægð frá skóla og heimkeyrsla kl. 15:00 nema mánudaga kl 14:00. Þá er heimkeyrsla vegna félagsstarfa á vegum skólans og frjálsra félagasamtaka eftir þörfum.
Nemendur í Vopnafjarðarskóla eru frá 6 ára til 16 ára aldurs í 10 bekkjardeildum.
Kennslustundafjöldi í viku hverri er sem hér segir:
1.-4 .bekkur: 30 kennslustundir
5.-7. bekkur: 35 kennslustundir
8.-10. bekkur: 37 kennslustundir Þar af eru 6 valtímar í 9.og 10. bekk.
Samkennsla er að einhverju leyti í öllum bekkjum.
1.-2. bekkur; 24 tímar,
3.-4. bekkur; 15 tímar,
5.-6. bekkur; 20 tímar,
7.-8. Bekkur; 12 tímar,
9.- 10. Bekkur; 13 tímar á viku.
Samkennsla er í íþróttatímum í 1.-2. bekk, 3.-4. bekk, 5.- 6. bekk, 7.- 8. Bekk, 9.-10. bekk .
Sundkennsla er haust og vor í Selárdalslaug í 12 km fjarlægð og er hún þannig skipulögð að kennt er miðað við íþróttatíma og er ætluð tæp ein kennslustund í ferð til og frá Sundlaug. Þar af leiðir að nemendur missa af öðrum tímum í skólanum sem þessu nemur. Námskeið að hausti er 5-6 vikur og svipað að vori. Miðað er við að elstu nemendur ljúki sundkennslu að hausti en yngstu nemendur að vori.
Skólastarf hefst kl 8:10. Á mánudögum er kennslu lokið kl. 13.50, þriðjudögum kl. 13.50, miðvikudögum kl. 14.40, fimmtudögum kl. 14.40 og föstudögum kl. 13:50.
Elstu bekkir, 6.-10. bekkur, ganga inn um aðalinngang auk 5. bekkjar. Aðrir nemendur ganga inn á neðstu hæðinni. Nemendur frá 6.-10.bekk eru með heimastofur á efri hæðinni og aðrir á neðstu hæð. Skólahúsnæðið er opnað kl. 07:50 og gæsla nemenda er frá þeim tíma og fyrir 1.-4. bekk til kl.15:00 alla daga nema mánudaga til kl.14:00. Skólanum er lokað kl. 16:00 nema á mánudögum kl. 14:00.
Í grunnskólalögum er kveðið á um hvert eigi að vera megið hlutverk grunnskólans. Sérhver skóli hefur þessi hlutverk að leiðarljósi og setur sér stefnu og markmið út frá því . Þó að starfsfólk og aðrir í skólasamfélaginu séu vel meðvitaðir um þetta hlutverk er alltaf gagnlegt að rifja það upp. Skólinn á í samvinnu við heimilin að stuðla að alhliða þroska nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi. Að mótast af umburðarlyndi og kærleika, kristinni arfleið íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi. Eins á skólinn að leitast við að starfið mótist af stöðu og þörfum nemenda og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins. Grunnskóli skuli stuðla að víðsýni hjá nemendum og efla færni þeirra í íslensku máli, skilning þeirra á íslensku samfélagi, sögu þess og sérkennum, högum fólks og á skyldum einstaklingsins við samfélagið, umhverfið og umheiminn. Nemendum skal veitt tækifæri til að nýta sköpunarkraft sinn og að afla sér þekkingar og leikni í stöðugri viðleitni til menntunar og þroska. Skólastarfið skal leggja grundvöll að frumkvæði og sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra. Þá segir að foreldrar beri ábyrgð á námi barna sinna og þeim beri að fylgjast með námsframvindu þeirra í samvinnu við börnin og kennara þeirra. Foreldrar skulu hafa samráð við skólann um skólagöngu barna sinna, fylgjast með og styðja við skólagöngu þeirra og námsframvindu og stuðla að því að börnin mæti úthvíld í skólann og fylgi skólareglum. Þeir skulu fá tækifæri til að taka þátt í námi barnsins, svo og í skólastarfinu almennt. Vopnafjarðarskóli hefur heilbrigðan metnað að leiðarljósi. Skólinn byggir á grunni þar sem gleði, umburðarlyndi, ábyrgð, samvinna, kurteisi, agi og stundvísi einkennir starfsumhverfið. Nám og velferð nemenda skal ætíð haft að leiðarljósi .Í daglegu starfi er leitast við að endurspegla menntun þar sem fléttað er saman inntaki námsins og fjölbreyttum kennsluháttum sem taka mið af ólíkum einstaklingum. Lögð er áhersla á að skólinn sé aðlaðandi vinnustaður þar sem nemendur og starfsmönnum líði vel í leik og starfi. Lögð er áhersla á jákvætt viðmót og jákvæðan skólabrag og virðing og umburðarlyndi séu m.a. megingildi. Skólinn er Olweusarskóli og heilsueflandi skóli sem styður vel við uppeldisleg markmið skólans.
Grunnskóli í samfélagi eins og Vopnafirði hefur ekki aðeins það hlutverk að sinna náms- og uppeldislegu hlutverki heldur eru önnur óskráð viðmið sem hafa fylgt tilurð skóla í samfélaginu. Þess vegna hefur Vopnafjarðarskóli sett sér markmið og stefnu um stöðu og ímynd skólans í samfélaginu með eftirfarandi áherslum.
Vopnafjarðarskóli vill…
• vinna að heill og hamingju allra sem í honum starfa
• skapa sér jákvæða og trausta ímynd í samfélaginu
• vera í góðum tengslum við aðila sem vinna að æskulýðsmálum
• hafa gott samstarf við íbúa sveitarfélagsins
• vera miðstöð menntunar í samfélaginu
• hafa góð tengsl við atvinnulíf samfélagsins
• eiga gott samstarf við menningaraðila
• eiga markvisst samstarf við leikskóla og tónlistarskóla
Vellíðan
Jákvæð sjálfsmynd
Heilbrigt sjálfstraust
Öruggt umhverfi
Góð tengsl heimila og skóla
Efling félagsþroska
Virkni
Gott félagslíf
Sjálfstæð hugsun
Sjálfstæð vinnubrögð
Skapandi starf/hugsun
Öguð vinnubrögð
Virðing
Ábyrgð á eigin athöfnum
Tillitssemi og kurteisi
Góð umgengni
Siðferðislegur þroski
Jákvæð samskipti
Jafnrétti-jafnræði
Umburðarlyndi
Traust
Vöxtur
Áhersla á einstaklinginn
Heilbrigt líferni
Víðsýni
Fjölbreytilegir kennsluhættir
Góð umhverfisvitund
Efling metnaðar á eigin forsendum
Skólabragur
Vopnafjarðarskóli byggir á bekkjakerfi þar sem hver bekkur eða samkennsluhópur er heimavettvangur nemandans. Skólasamfélagið er rótgróið þorp- og sveitarsamfélag þar sem fremur lítil hreyfing er á búsetu fólks og nálægðin er mikil. Þar sem árgangar eru fámennir er mikil samkennsla árganga sem ræðst einnig af námsgreinum. Starfsmenn og nemendur skólans, þekking þeirra og hæfni, eru megin auðlind skólans. Hana skapa þeir með jákvæðu hugarfari, metnaði og starfsgleði.
Í Vopnafjarðarskóla er áhersla lögð á jákvæð samskipti á grunni gagnkvæmrar virðingar liðsheildar þar sem sameiginleg markmið og gildi eru í hávegum höfð. Allir nemendur læra og taka framförum á eigin forsendum, hver nemandi er sérstakur og það á að endurspeglast í viðhorfum starfsmanna og störfum. Leitað er leiða til að hver nemandi nái sem bestum árangri og taki framförum í námi og viðmóti og beri ábyrgð í samræmi við aldur og þroska. Lögð er áhersla á að nemendur geri sér grein fyrir eigin ábyrgð og í samræðum við nemendur er vakin athygli á óskráðum viðmiðum í framkomu og hegðun við að mynda jákvæðan skólabrag. Í lífsleiknikennslu og samtölum við nemendur er lögð áhersla á jákvæða sjálfsmynd nemenda, umburðarlyndi og virðingu gagnvart samnemendum, starfsfólki og skólasamfélaginu í heild. Ætlast er til góðrar umgengni af nemendum og þeir sýni kurteisi og góða framkomu. Mikil áhersla er lögð á að traust ríki milli allra í skólanum og milli skóla og heimila. Þá er áhersla lögð á að fylgjast vel með líðan og gengi hvers nemenda.
Hefðir og siðir í skólastarfinu, þar sem reglubundið skólastarf er brotið upp, eiga stóran þátt í að viðhalda og móta jákvæðan skólabrag. Stjórnendur og starfsfólk leggja sig fram við að skapa jákvæðan starfsanda og skólabrag í Vopnafjarðarskóla með það að markmiði að skilyrði til uppeldis og menntunar nemenda og almennrar velferðar þeirra sé sem best . Innra starf skólans er metið reglulega með þátttöku starfsfólks, nemenda og foreldra. Í matsferlinu er leitað leiða til að matið nái til alls starfsins til að bæta skólastarfið.
Agamál
Skólareglur
Samkvæmt reglugerð Mennta- og menningarmálaráðuneytisins nr. 1040/2011 um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum er það sameiginleg ábyrgð nemenda, starfsfólks og foreldra að tryggja nemendum öryggi, vellíðan og vinnufrið. Í reglugerðinni kemur fram að í hverjum grunnskóla skuli vera skólareglur sem skylt er að fara eftir. Einnig segir að nemendur eigi að fara eftir fyrirmælum kennara og starfsfólks skóla og fylgja almennum umgengnisreglum í samskiptum við starfsfólk og samnemendur. Í Vopnafjarðarskóla er markmiðið að nemendum og starfsfólki líði vel. Til að ná því markmiði er jákvæðum aga beitt. Ekki er stuðst við eina ákveðna uppeldisstefnu heldur leitast við að efla skólabrag sem einkennist af umhyggju og gagnkvæmri virðingu. Hér að neðan er dæmi um verklagsferli vegna hegðunar- og samskiptavanda nemanda. Ferlið er sýnt stig af stigi og getur máli lokið á hvaða stigi sem er. Einn þýðingarmesti þáttur skólastarfsins varðar góða umgengni innan skóla sem utan. Þetta á auðvitað ekki síður við um kurteisi og tillitssemi í umgengni og samskiptum við aðra nemendur, allt starfsfólk svo og gesti og gangandi. Stöðugt þarf að brýna fyrir nemendum að gæta fyllstu varúðar í umferðinni, fara eftir reglum og nota endurskinsmerki þegar haustar. Áríðandi er að merkja allan fatnað nemenda. . Foreldrar og nemendur eru hvattir til að spyrjast fyrir um týnda hluti hjá skólaliðum því alltof mikið safnast fyrir af óskilamunum á ári hverju. Nemendum eru kynntar þessar reglur og þeir hvattir til að hafa sér í samræmi við þær. Skóli er sameiginlegur vinnustaður nemenda og starfsfólks.
Til að öllum líði vel og námsárangur verði góður gilda eftirfarandi reglur í Vopnafjarðarskóla.
1. Nám er vinna
Nám er vinna nemenda og til þess að sú vinna skili árangri ber sérhverjum nemanda að taka tillit til annarra og virða vinnufrið í kennslustundum. Nemendum ber að standa við þær námsáætlanir sem þeim hafa verið settar og mæta með öll gögn og áhöld sem til er ætlast.
2. Mætingar
Nemendur mæti stundvíslega í skólann með þau gögn sem nota skal hvern dag vel undirbúnir undir kennslustundir. Forföll á að tilkynna af forráðamanni nemenda annars verður litið svo á að um óheimila fjarvist sé að ræða.
3. Leyfi
Leyfi í 1-2 daga geta forráðamenn sótt um til umsjónarkennara. Leyfi í 3 daga eða lengur þarf að sækja um skriflega til skólastjórnenda. Forráðamönnum ber að sjá til þess að nemandi vinni upp það sem hann missir úr námi. Fylgst er gaumgæfilega með hverjum nemenda og fært í mentor og með þeim hætti er hægt að sjá hvernig nemandinn hefur stundað námið.
4. Samskipti
Samskipti okkar í Vopnafjarðarskóla skulu grundvallast á gagnkvæmri virðingu,
kurteisi og tillitssemi við alla og nemendum ber að fara að fyrirmælum starfsfólks.
5. Umgengni
Við göngum vel um skólann jafnt innan sem utan dyra.
Við sýnum tillitssemi á göngum skólans og virðum vinnufrið annarra. Okkur ber að ganga vel um eigur skólans og öll gögn sem eru afhent.
6. Símar og tæki
Notkun myndavéla, síma og annarra tækja er vandmeðfarin og ekki heimiluð í kennslustundum nema með sérstöku leyfi kennara. Hjá yngri nemendum skólans eru þessi tæki ekki heimil. Þá ber skólinn enga ábyrgð á tækjum sem eru í eigu nemenda.
7. Nesti og hollusta
Nemendur eiga að hafa með sér hollt og gott nesti og gos og sætindi er ekki heimilt í skólanum nema á skólaskemmtunum. Þá drekkum við og borðum eingöngu í nestistímum. Við sem erum á neðri hæðinni, á yngsta stigi, drekkum einungis vatn og mjólk í skólanum.
8. Frímínútur og skólalóð
Þeir sem eru í 1.-7. bekk fara út í löngu frímínútum en ekki út af skólalóð á skólatíma, aðrir biðja um leyfi kennara eða skólaliða þurfi þeir að fara eitthvað. Snjókast í frímínútum er óæskilegt vegna slysahættu. Þeir sem eru í 1.-5. bekk mega vera á hjólum, hjólabrettum, hlaupahjólum eða hjólaskautum á skólalóðinni. Nauðsynlegt er að allir séu með viðeigandi öryggisbúnað og sýni varkárni. Nemendur nota þessi leiktæki í samráði við gæslufólk og þurfa að gæta varúðar og tillitssemi.
9. Verðmæti, skór og yfirhafnir
Að koma með peninga í skólann að þarflausu er óæskilegt og eins að skilja verðmæti eftir í fötum á göngum eða í búningsklefum. Skólinn getur ekki tekið ábyrgð á persónulegum munum nemenda. Við göngum frá yfirhöfnum og útiskóm á viðeigandi stað og geymum skólatöskur á snögum. Mikilvægt er að fatnaður sé merktur með nafni og símanúmeri.
10. Vímuefni
Notkun vímuefna er óheimil í skólanum, á skólalóðinni eða hvar sem nemendur eru á vegum skólans.
11. Samningur
Umsjónarkennurum einstakra bekkja er frjálst að gera samning við nemendur um framkomu og annað í skólastofunni eins og umgengni og almenn samskipti. Slíkur samningur er þá að sjálfsögðu gerður í takt við þau viðmið, gildi og reglur sem eru í skólanum.
Almennt
Við stundum námið samviskusamlega, mætum vel og stundvíslega og sinnum heimanámi vel.
Skólareglur Vopnafjarðarskóla gilda hvar sem nemendur eru á vegum skólans.
Vinnureglur og viðurlög við brotum á skólareglum
Áhersla er lögð á einstaklingslega meðferð agabrota og mismunandi viðbrögð og viðurlög eftir eðli máls og mati á heildaraðstæðum nemenda hverju sinni.
Ef nemandi veldur verulegri truflun í kennslustund og lætur sér ekki segjast við áminningu kennara er heimilt að vísa nemandanum úr tíma. Nemandinn bíður þá á kennarastofu eftir kennaranum sem ræðir við nemandann og tilkynnir foreldrum atvikið. Við endurtekin brot eykst alvara málsins.
Nemendur eru ábyrgir fyrir því tjóni sem þeir kunna að valda á eignum skóla, starfsfólks eða skólafélaga sinna.
Mæti nemandi með hluti í skólann sem trufla kennslustund eða geta haft slysahættu í för með sér fær nemandinn aðvörun en við endurtekið brot er heimilt að viðkomandi tæki sé gert upptækt og aðeins foreldrar eða forráðamenn fá það afhent.
Gerist nemandi sekur um alvarlegt brot á skólareglum eða lögum almennt hvar sem er á vegum skólans er heimilt að senda viðkomandi heim á kostnað forráðamanna.
Endurtekin eða gróf brot á skólareglum getur valdið því að nemanda sé umsvifalaust vísað til skólastjóra sem tekur ákvörðun um framhald málsins. Hafa skal samband við foreldra eins fljótt og auðið er. Þá getur komið til greina að foreldrar sæki nemanda.
Ferill agabrota
Brot á skólareglum
Viðkomandi starfsmaður áminnir nemanda. Umsjónarkennari er látinn vita, hann ræðir við nemandann og tilkynnir það til foreldra.
Endurtekin brot Umsjónarkennari (og þeir sem hann kallar til) fundar með nemanda og foreldrum hans. Gert er samkomulag um leiðir til úrbóta.
Enn í sama farinu
Málinu vísað til skólastjóra sem fundar með nemanda. Leiðir til úrbóta endurskoðaðar og ný áætlun gerð um framhald.
Engin lausn í sjónmáli
Skólastjóri tekur málið aftur til meðferðar og foreldrar kallaðir til viðtals ásamt nemanda. Áætlun skal gerð um aðgerðir og nemanda og foreldrum hans gerð grein fyrir þeim. Aðgerðir geta m.a. falist í vísun til sérfræðiþjónustu, sérúrræðum innan skólans eða tímabundinni brottvísun.
Ef allt um þrýtur
Nemanda vísað úr skóla og málið sent skólanefnd til úrlausnar.
Nemenda og foreldrum/forráðamönnum hans skal gefinn kostur á að tjá sig ef ítrekað er að hegðun nemanda fundið og alltaf við brotum á skólareglum. Foreldrum/forráðamönnum skal ætíð gerð grein fyrir brotum barna sinna á skólareglum og beitingu viðurlaga. Ávallt skal hafa samstarf við foreldra/forráðamenn nemanda um úrlausn máls.
Brottvísun úr tíma vegna hegðunar
Ef nemandi veldur verulegri truflun í kennslustund, sýnir samnemendum sínum eða kennara óvirðingu eða fer ekki eftir fyrirmælum kennara, er heimilt að vísa honum úr tíma.
Nemanda vikið úr tíma – 1.skipti
- Nemandi fer út úr kennslustund og sest á stól á kennarastofu og bíður eftir að umsjónarkennari tali við hann. Nemandi fær ekki að fara inn í kennslustundina aftur.
- Sá kennari sem vísaði nemanda úr tíma hringir í foreldra og lætur vita.
?
Nemanda vikið úr tíma – 2.skipti
- Nemandi fer út úr kennslustund og sest á stól á kennarastofu og bíður eftir að skólastjórnandi tali við hann. Nemandi fær ekki að fara inn í kennslustundina aftur.
- Skólastjórnandi hringir í foreldra og lætur vita.
?
Nemanda vikið úr tíma – 3.skipti
- Nemandi fer út úr kennslustund og sest á stól á kennarastofu og bíður eftir að skólastjórnandi tali við hann. Nemandi fær ekki að fara inn í kennslustundina aftur.
- Skólastjórnandi boðar foreldra á fund ásamt nemanda og umsjónarkennara.
?
Nemanda vikið úr tíma – 4.skipti
- Nemandi fer út úr kennslustund og sest á stól á kennarastofu og bíður eftir að skólastjórnandi tali við hann. Nemandi fær ekki að fara inn í kennslustundina aftur.
- Skólastjórnandi boðar foreldra á fund ásamt nemanda og umsjónarkennara.
- Áætlun skal gerð um aðgerðir og nemanda og foreldrum hans gerð grein fyrir þeim. Aðgerðir geta meðal annars falist í vísun til sérfræðiþjónustu, sérúrræðum innan skólans eða tímabundinni brottvísun.
?
Nemanda vikið úr tíma – 5.skipti
- Nemandi fer út úr kennslustund og sest á stól á kennarastofu og bíður eftir að skólastjórnandi tali við hann. Nemandi fær ekki að fara inn í kennslustundina aftur.
- Aðgerðir fara eftir ákvörðun síðasta viðtals.
?
Ef allt um þrýtur er nemanda vísað úr skóla og málið sent skólanefnd til úrlausnar.
Reglur í íþróttum og sundi hjá 5. – 10. Bekk
• Mætum í íþróttafatnaði í íþróttatímum.
• Ef við getum ekki mætt í tíma af einhverjum orsökum tilkynnum við forföllin samdægurs til íþróttakennara eða umsjónarkennara.
• Ef um lengri fjarveru er að ræða komum við með læknisvottorð. Einnig er hægt að ræða við íþróttakennara ef ástæða þykir.
• Neiti nemandi að taka þátt í íþróttatíma sökum þess að honum líkar ekki viðfangsefnið getur það leitt til þess að vísa þarf nemanda úr tíma.
• Nemandi skal mæta með handklæði og fara í sturtu eftir íþróttatíma.
• Mætum öll jákvæð í íþróttatímana .
Reglur hjá gæslunemendum
Gæslunemendur teljast þeir nemendur 1.-4. bekkjar sem þurfa að bíða eftir skólaakstri eða eru skráðir í gæslu eða lengri viðveru.
Samskipti skulu grundvallast á gagnkvæmri virðingu, kurteisi og tillitssemi og haft er að leiðarljósi að enginn sé skilinn útundan í leik. Að sjálfsögðu hlýða gæslunemendur skólaliðum og öðru starfsfólki skólans.
Gæslunemendur mega ekki fara út af skólalóðinni á gæslutíma nema í samráði foreldra/forráðamanna og skólaliða.
Séu börn tekin úr gæslu á gæslutíma skulu foreldrar láta skólaliða vita.
Notkun hjóla, hlaupahjóla o.þ.h. er bönnuð hjá gæslunemendum og snjókast er óæskilegt vegna slysahættu.
Brot á þessum reglum geta kallað á viðurlög eftir eðli máls og aðstæðum hverju sinni.
Ýmsar áætlanir og stefna
Starfsáætlun
Grunnskólar eiga að gefa út starfsáætlun samkvæmt lögum um grunnskóla. Starfsáætlun Vopnafjarðarskóla fyrir skólaárið 2013-2014 liggur fyrir..
Viðbrögð við áföllum
Ef áföll koma upp sem tengjast nemendum skólans eða aðstandendum þeirra er áríðandi að það sé tilkynnt skólastjórnendum eins fljótt og auðið er. Skólastjórnendur ákveða frekari viðbrögð eftir eðli málsins og kalla til eftirtalda aðstoðarmenn eftir því sem þurfa þykir: Læknir, sóknarprestur, skólahjúkrunarfræðingur, sálfræðingur skólaskrifstofunnar
1.Viðbrögð við slysum
Minniháttar slys
1,Sá starfsmaður skóla sem kemur fyrstur á vettvang tekur að sér stjórn.
Stjórn felst í því að sjá til þess að þeim slasaða sé sinnt kallað sé á hjálp
nærstaddir séu róaðir
2. Umsjónarkennari/skólastjóri látnir vita og þeir láta síðan forráðamenn
viðkomandi nemenda vita.
3. Skólastjórnendur sjá til þess að slysaskráningarblað sé fyllt út.
4. Farið yfir málið með starfsfólki.
5. Umsjónarkennari ræðir við og vinnur með nemendum ef þurfa þykir.
Alvarleg slys
Sá sem kemur fyrstur á vettvang tekur að sér stjórn. Stjórn felst í því að sjá til þess að slys sé tilkynnt í 112 , þeim slasaða sé sinnt, kallað sé á hjálp, nærstaddir séu róaðir.
Skólastjórnendur safna staðreyndum um slysið, ef slys verður í skólaferð sjá umsjónarmenn ferðarinnar um þann þátt og upplýsa skólastjórnendur jafnóðum um gang mála. Skólastjórnendur kalla til aðstoðarmenn. Skólastjórnendur eða aðrir aðstoðarmenn tilkynna forráðamönnum viðkomandi nemenda um atburðinn. Fundur með kennurum og starfsfólki skóla þar sem farið er yfir staðreyndir málsins. Hugað er að hvernig aðrir foreldrar eru upplýstir um slysið. Aðstoðarmenn ásamt umsjónarkennara ræða við og vinna með nemendum í einstaka bekkjum sem tengjast málinu.
II. Ýmis áföll er tengjast nemendum
Þegar upp koma alvarleg veikindi nemenda leitar umsjónarkennari upplýsinga um veikindi nemanda. Í kjölfarið er reynt að útskýra veikindin fyrir bekkjarfélögunum eins vel og kostur er og reynt er að vera í góðu sambandi við þann veika.
Ef um alvarleg veikindi aðstandenda, slys í umhverfinu, andlát vina, ættingja eða annað svipað er að ræða fylgist umsjónarkennari með því hvort breyting verði á hegðun, námsárangri eða líðan nemanda í kjölfarið. Þá ber honum að ræða við nemandann einslega og láta skólastjórnendur vita ef þurfa þykir. Þeir útvega nemandanum viðeigandi aðstoð. Starfsfólk er látið vita og umsjónarkennari ræðir við bekkinn ef ástæða er til.
III. Viðbrögð við andláti
Vegna andláts náins aðstandenda nemenda:
Skólastjóri leitar staðfestingar á andláti. Umsjónarkennara tilkynnt um andlát viðkomandi. Skólastjóri og/eða umsjónarkennari fara heim til nemanda við fyrsta hentuga tækifæri.
Endurkoma nemanda í skólann með tilliti til bekkjarins. Undirbúið í samráði við aðstoðarmenn og jafnvel að einhver þeirra aðila ræði við viðkomandi bekk og nemanda.
Bekkurinn aðstoðaður eins lengi og þörf er á.
Vegna andláts nemanda
Skólastjóri hefur samband við forráðamenn hafi ekki þegar verið haft samband..
Andlát tilkynnt umsjónarkennara ásamt öðru starfsfólki skóla. Skólastjóri og umsjónarkennari fara heim til nemanda við fyrsta hentuga tækifæri.
Skólastjóri eða aðstoðarskólastjóri ásamt sóknarpresti ræðir við bekk viðkomandi nemanda ásamt umsjónarkennara. (Boðið upp á kveðjustund við dánarbeð í samráði við foreldra.) Skólastjóri / umsjónarkennari hefur samband við bekkjarfulltrúa sem lætur aðra foreldra í bekknum vita. Bekkurinn aðstoðaður eins lengi og þörf er á.
Vegna andláts starfsmanns:
Skólastjóri leitar staðfestingar á andláti hjá aðstandanda. Skólastjóri upplýsir allt starfsfólk skólans um andlátið. Umsjónarkennarar tilkynna nemendum andlátið. Ef umsjónarkennari fellur frá tilkynnir skólastjóri umsjónarbekk andlátið. Skólastjóri eða aðstoðarskólastjóri fer heim til nánustu aðstandenda starfsmanns við fyrsta hentuga tækifæri. Aðstoðarmenn ræða við umsjónarbekk. Boðið upp á kveðjustund við dánarbeð í samráði við aðstandendur. Skólastjóri / umsjónarkennari hefur samband við bekkjarfulltrúa sem lætur aðra foreldra í bekknum vita. Bekkurinn aðstoðaður eins lengi og þörf er á.
Samskipti/einelti
Foreldrar eru beðnir um að fara gætilega varðandi umræður um skólann, starfsfólk skólans og nemendur. Ef eitthvað er athugunarvert eiga forráðmenn ekki að veigra sér við að tala við umsjónarkennara eða skólastjórnendur. Foreldrar eru hvattir til að hafa samband við umsjónarkennara eða skólastjórnendur hafi þeir grunsemdir um að samskipti í skólanum og utan skólans séu ekki eðlileg. Þar má nefna stríðni, einelti, lítinn félagsskap eða vera skilinn út undan.. Ef skólinn fær upplýsingar um þetta strax er að hægt að taka á málinu áður en það gengur of langt. Einelti má ekki líðast og því mikilvægt að á því sé tekið strax og með festu. Í skóla á stærð við okkar á að vera hægt að ná langt með samstilltu átaki. Um meðferð eineltismála er greint hér á eftir.
Skólinn er þátttakandi í Olweusar-áætluninni sem er verkefni til að fyrirbyggja einelti. Að því koma allir starfsmenn skólans.
Hvað er einelti:
Einelti er þegar einstaklingur verður fyrir endurteknu andlegu og líkamlegu ofbeldi. Í sambandi við andlegt ofbeldi má nefna særandi athugasemdir við og um einstakling. Einelti er einnig þegar einhver er skilinn útundan, er félagslega einangraður.
Er einelti fyrir hendi í skólanum?
Kanna með tengslakönnun og/eða annars konar könnun um líðan nemenda.
Hvetja starfsfólk , forráðamenn og nemendur til að láta vita ef það hefur minnsta grun um einelti. Þá eru allir starfsmenn vel meðvitaðir um einelti og fylgjast vel með jafnt í kennslustundum sem utan kennslustunda.
Að vinna gegn einelti:
Viðtöl við þolendur.
Viðtöl við gerendur ef þeir eru þekktir.
Viðtöl við foreldra.
Talað við bekk viðkomandi til upplýsingar og/eða stuðnings.
Foreldrum nemenda í viðkomandi bekk gerð grein fyrir þessu og reynt að fá þá í lið með skólanum.
Fylgst náið með þolanda með eftirliti og stuðningsviðtölum.
Þeir sem vinna í eineltismáli eru: Umsjónarkennari, lykilmaður Olweusaráætlunar, sérkennari, skólastjórnendur, skólahjúkrunarfræðingur og sálfræðingur ef þurfa þykir. Mismunandi getur verið hvaða aðilar koma að hverju máli.
Olweusaráætlun gegn einelti
Olweusaráætlunin gegn einelti er samstarfsverkefni Menntamálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands og Heimilis og skóla. Áætlunin byggir á kenningum prófessors Dan Olweus sem starfar við háskólann í Bergen. Olweus hefur rannsakað einelti s.l. 30 ár og er einn fremsti fræðimaður í heiminum á því sviði.
Vopnafjarðarskóli er einn af grunnskólum á Íslandi sem tekur þátt í Olweusar-áætluninni gegn einelti og andfélagslegri hegðun. Stýrihópur verkefnisins er fræðslunefnd.
Allt starfsfólk skólans tekur þátt í umræðuhópum og eru haldnir fimm fundir á skólaárinu. Lykilmaður er Ása Sigurðardóttir kennari
Helstu markmið Olweusaráætlunarinnar eru að draga úr tækifærum til eineltis og skapa þannig andrúmsloft að einelti borgi sig ekki. Áætlunin byggist fremur á fáum meginreglum sem hafa verið staðfestar, með vísindalegum rannsóknum, að skili árangri gegn einelti og andfélagslegri hegðun. Áætlunin miðar að því að endurbæta félagslegt umhverfi í skólanum og skapa skólaumhverfi (og helst líka umhverfi heima fyrir) sem einkennist af
• jákvæðum áhuga og alúð hinna fullorðnu
• ákveðnum vinnurömmum vegna óviðundandi hegðunar
• stefnufastri beitingu neikvæðra afleiðinga (viðurlaga), sem hvorki eru líkamlegar né óvinveittar, brjóti nemandi gegn þeim reglum sem ákveðnar hafa verið
• ákveðni og myndugleika hinna fullorðnu sem virka sem yfirboðarar við vissar aðstæður.
Starfsmannastefna
Vopnafjarðarskóli leggur áherslu á eftirfarandi þætti sem marka starfsmannastefnu skólans.
Að hafa ávallt menntaða starfsmenn
Að starfsmönnum sé gefinn kostur á endurmenntun við hæfi
Að stöðugleiki sé í starfsmannahaldi
Að starfsmenn taki þátt í stefnumörkun skólans
Að í skólanum ríki góður starfsandi
Að starfsmenn séu meðvitaðir um að öll störf eru mikilvæg og allir vinni saman sem ein heild
Að starfsmenn séu meðvitaðir um hlutverk sitt og ábyrgð
Að starfsmenn hafi sýn skólans, gildi og markmið stöðugt í huga við athafnir og viðburði í skólanum
Að stuðla að vellíðan starfsmanna á vinnustað
Að stuðla að sem mestri og víðtækastri starfsánægju meðal starfsfólks
Að leggja mikinn metnað í starfsgæði
Að vanda móttöku nýrra starfsmanna
Að bjóða upp á sveigjanleika í starfi
Að glæða félagsleg tengsl til að auka samheldni starfsmanna
Að starfsumhverfi sé heilsusamlegt og vinnan sé skipulögð þannig að hún rúmist innan eðlilegs vinnutíma
Að starfsmannasamtöl verði árlega
Að sjálfstæði og frumkvæði starfsmanna fái notið sín eins og kostur er
Starfsþróunarstefna
Skólastjórnendur ákveða, ásamt starfsmönnum, almenna þörf fyrir námskeið og fræðslufundi út frá stefnu skólans, áhersluatriðum næsta vetrar og/eða þróunarvinnu.
Skólinn stendur fyrir fræðslufundum, námskeiðum , e.t.v. skólaheimsóknum sem gagnast skólanum sem heild, en hluti af starfsskyldum er símenntun. Starfsmenn geta sótt um að fara á námskeið og ráðstefnur sem þeir telja að nýtist þeim í starfi á vegum skólans eða á eigin vegum.
Hefð er komin á að starfsmenn skólans fari í skólaheimsóknir til útlanda eins og reglur um ferðastyrki Kennarasambands Íslands gefa tilefni til. Þá hafa aðrir starfsmenn rétt á styrkjum frá sínum stéttarfélögum til námsferða og námskeiða..
Ef starfsfólk er í fjarnámi hliðrar skólinn til fyrir starfsmönnum meðan á staðlotum stendur.
Jafnréttisáætlun Vopnafjarðarskóla 2015-2016
Jafnréttisáætlun þessi er gerð í samræmi við ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt
kvenna og karla nr. 10/2008 og jafnréttisstefnu Vopnafjarðarhrepps.
Jafnréttisáætlunin nær annars vegar til kynjajafnréttis meðal starfsfólks og hins vegar
meðal nemenda.
Inngangur
Stefna Vopnafjarðarskóla er að allir, nemendur og starfsmenn, njóti jafns réttar án tillits til
kyns.
Kynbundinni jafnréttisáætlun Vopnfjarðarskóla er ætlað að vera mikilvægur liður í gæðaumbótum í skólanum þar sem aukið jafnrétti tryggir betri nýtingu mannauðs. Kynbundin mismunun er óheimil í hvaða formi sem hún birtist og stefna skólans er að útrýma slíkri mismunun. Skólastarf í anda jafnréttis á einnig að taka mið af mismunandi námshæfileikum nemenda. Tækifæri nemenda eiga ekki að byggja á kynferði heldur áhuga, hæfileikum og færni. Vopnafjarðarskóli leggur áherslu á jafnrétti einstaklinga með mannréttindi og margbreytileika að leiðarljósi.
Starfsfólk
Ábyrgð og stjórnun jafnréttismála
Skólastjóri ber ábyrgð á jafnréttisáætlun en skipar jafnréttisnefnd sem sér um endurskoðun og viðhald jafnréttisáætlunar. Í aðgerðaráætlun kemur fram hvernig jafnréttisáætlun er viðhaldið, hver/hverjir bera ábyrgð á einstökum þáttum hennar og hvenær hver þáttur skal unninn.
Jafnréttisnefnd
Jafnréttisnefnd er kosin úr hópi starfsfólks á tveggja ára fresti. Jafnréttisnefnd gerir að hausti
aðgerðaráætlun í samráði við skólastjórnendur.
Starfsfólk
Þess skal gætt í öllum starfsháttum skólans og daglegri umgengni við starfsfólk að þeim sé
ekki mismunað á grundvelli kynferðis. Leitast skal við að mæta þörfum beggja kynja í
skólastarfinu.
Störf
Meirihluti starfsfólks eru konur. Við nýráðningar verður leitast við að jafna
kynjahlutfallið.
Hvernig: Gerð verði samantekt á kynjahlutfalli starfsfólks skólans eftir starfsheitum.
Hver: Skólastjórnendur/launafulltrúi.
Hvenær: Haust 2014 og þriðja hvert ár eftir það
Sbr. 18., 20. og 23. gr. Laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008
Í samræmi við reglugerðir skulu öll störf auglýst.
Hvernig: Í starfsauglýsingum verði vitnað til jafnréttisáætlunar skólans. Við ráðningar
verði unnið í samræmi við verklagsreglur Vesturbyggðar um ráðningar m.t.t.
kynjasjónarmiða.
Hver: Skólastjóri.
Hvenær: Þegar við á.
Endurmenntun
Konum og körlum sem vinna sambærileg störf í skólanum skal til jafns standa til boða
starfsþjálfun og endurmenntun.
Hvernig: Við gerð símenntunaráætlana skal þess gætt að kynjunum sé ekki mismunað.
Starfsfólki skal standa til boða fræðsla um jafnréttismál, t.d. frá Jafnréttisstofu.
Hver: Skólastjóri.
Hvenær: Við gerð endurmenntunaráætlunar skólans.
Laun
Nauðsynlegt er að fylgjast með launum starfsmanna út frá kynjasjónarmiði og vinna að því aðjafna laun kynjanna komi launamunur í ljós.4
Hvernig: Gerð verði úttekt þar sem skoðuð verða grunnlaun, yfirvinnugreiðslur o.s.frv.
eftir kyni og starfsheitum.
Hver: Launafulltrúi/skólastjóri
Hvenær: Samkvæmt ákvörðun hreppsnefndar Vopnafjarðarhrepps.
Samræming starfs og einkalífs
Mikilvægt er að starfsfólk hafi tækifæri til þess að sinna skyldum sínum jafnt í einkalífi sem í
starfi og að gott jafnvægi sé þar á milli. Reynt verður að koma til móts við starfsmennt um
sveigjanleika í störfum þar sem kostur er.
Hvernig: Óskir starfsfólks um sveigjanleika verði metnar eftir aðstæðum.
Hver: Skólastjóri, aðstoðarskólastjóri
Hvenær: Þegar við á.
Kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni og einelti
Mikilvægt er að gerðar verði leiðbeiningar um viðbrögð við kynferðislegri áreitni í aðgerðaráætlun Vopnafjarðarhrepps gegn einelti og kynbundnu ofbeldi á vinnustöðum.
Allt starfsfólk skólans þarf að vera meðvitað um ábyrgð og færar leiðir ef upp koma tilvik sem varða kynferðislega áreitni eða einelti.
Hvernig: Leiðbeiningarnar verði kynntar öllu starfsfólki á starfsmannafundi en skulu auk
þess vera aðgengilegar í starfsmannahandbók.
Hver: Skólastjóri.
Hvenær: Í upphafi skólaárs.
Kynjasamþætting
Leita skal leiða til að bjóða starfsfólki upp á fræðslu um kynjasamþættingu og jafnrétti.
Hvernig: Starfsfólki skal standa til boða fræðsla um jafnréttismál, t.d. frá Jafnréttisstofu.
Hver: Skólastjóri.
Hvenær: Í upphafi skólaárs.
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Sbr. 18., 20. og 23. gr. Laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008
Sbr. 20. gr. Laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008
Sbr. 19. gr. Laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008
Sbr. 21. gr. Laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008
Sbr. 22. gr. Laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008
Sbr. 23. gr. Laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008
Nemendur
Þess skal gætt í öllum starfsháttum skólans og daglegri umgengni við nemendur að þeim sé
ekki mismunað á grundvelli kynferðis. Leitast skal við að mæta þörfum beggja kynja í
skólastarfinu.
Fræðsla
Leitast skal við að vinna samkvæmt markmiðum Aðalnámskrár grunnskóla þar sem markmið
tengd jafnréttismálum eru tilgreind.
Hvernig: Grunnskólinn starfar samkvæmt markmiðum aðalnámskrár. Markmið sem lúta að
kennslu í jafnréttismálum eru tilgreind í mörgum greinum og skulu kennarar taka mið af
því.
Á síðunni www.jafnrettiiskolum.is er að finna námsefni og upplýsingar sem nýtast við
kennslu.
Gerð verði grein fyrir jafnréttisfræðslu vetrarins í ársskýrslum.
Hver; Kennarar
Hvenær; Að vori
Námsgögn
Gæta skal þess að nota ekki gagnrýnislaust námsefni sem sýnir staðlaðar kynjaímyndir og/eða mismunar kynjunum að einhverju leyti.
Hvernig: Námsgagnastofnun hefur útbúið gátlista, þar sem m.a. er horft til
kynjasjónarmiða, sem öllum höfundum og öðrum sem vinna fyrir stofnunina er gert að
hafa að leiðarljósi. Kennarar nýti sér það námsefni sem samið hefur verið út frá fyrrtöldum
leiðbeiningum (sé það fyrir hendi) en gæti þess að auki að nota ekki gagnrýnislaust
námsefni sem sýnir staðlaðar kynjaímyndir eða mismunar kynjunum að einhverju leyti.
Hver: Kennarar.
Hvenær: Þegar við á.
Náms- og starfsfræðsla
Nemendur skulu fá kynningu á möguleikum stúlkna og pilta á framhaldsmenntun og störfum.
Benda skal á þau störf sem litið hefur verið á sem hefðbundin kvenna- eða karlastörf og
jafnframt hvetja nemendur til að prófa það sem hentar hverjum og einum burtséð frá kyni.
Hvernig: Leitað verði til foreldra og fólks af vinnumarkaðnum til að halda stutta fyrirlestra
og svara fyrirspurnum. Leitast verði við að fá fólk sem hefur valið sér óhefðbundnar leiðir í
námi og starfi m.t.t. kyns. Nemendur hvattir til að kynna sér nám og störf sem áður hefur
verið litið á sem hefðbundar leiðir kynjanna. Nemendur fái tækifæri til að kynna sér
atvinnulífið og hvatt verði til þess að nemendur prófi það sem hentar hverjum og einum
burtséð frá kyni.
Áhugasviðsgreining standi nemendum í 10. bekk til boða.
Hver: Náms- og starfsráðgjafi
Hvenær: Skólaárið.
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Sbr. 23. gr. Laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 og Aðalnámsrkrá grunnskóla 2006
Sbr. 23. gr. Laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008
Sbr. 23. gr. Laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 4
Kynferðisleg og kynbundin áreitni
Nemendur fái fræðslu um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi. Umræðu skal halda
lifandi og nemendum skal ætíð vera ljóst hvert þeir geta leitað eftir aðstoð komi slík mál
upp.
Hvernig: Fræðsla um kynþroska, kynlíf og siðferði í samskiptum kynjanna verði
samkvæmt markmiðum aðalnámskrár og skólanámskrá.
Hver: Kennarar og skólahjúkrunarfræðingur.
Hvenær: Samkvæmt kennsluáætlunum og þegar við á.
Samstarf milli heimilis og skóla
Starfsfólk skólans þarf að vera meðvitað í samskiptum við foreldra/forráðamenn og gæta þess að útiloka ekki annað foreldri/forráðamann á grundvelli kyns. Mikilvægt er að litið sé á feður og mæður sem jafngild í foreldrasamstarfinu.
Hvernig: Í samskiptum við heimili sé þess gætt að báðir foreldrar séu jafngildir í
samstarfinu. Umsjónarkennarar haldi utan um kynjamætingu í foreldraviðtöl.
Hver: Skólastjórnendur og kennarar.
Hvenær: Þegar við á.
Telji starfsmaður/nemandi á sér brotið samkvæmt áætlun þessari og lausn finnst ekki
innan skólans getur viðkomandi leitað til Nemendaverndarráðs / Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs.
Áætlun þessa skal taka til umræðu og endurskoðunar meðal starfsfólks árlega.
---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Sbr. 22. gr. Laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008
Jafnréttisáætlun Vopnafjarðarhrepps
Aðgerðaráætlun fyrir jafnréttisáætlun
skólaárið 2014-15
Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla
2008 nr. 10 6. mars
Tóku gildi 18. mars 2008.
[...]
III. kafli. Réttindi og skyldur.
18. gr. Vinnumarkaður.
Atvinnurekendur og stéttarfélög skulu vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á
vinnumarkaði. Atvinnurekendur skulu sérstaklega vinna að því að jafna stöðu kynjanna innan
fyrirtækis síns eða stofnunar og stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og
karlastörf. Sérstök áhersla skal lögð á að jafna hlut kynjanna í stjórnunar- og áhrifastöðum.
Fyrirtæki og stofnanir þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli skulu
setja sér jafnréttisáætlun eða samþætta jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu sína. Skal þar m.a. sérstaklega kveðið á um markmið og gerð áætlun um hvernig þeim skuli náð til að
tryggja starfsmönnum þau réttindi sem kveðið er á um í 19.–22. gr. Jafnréttisáætlun og
jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu skal endurskoða á þriggja ára fresti.
Fyrirtæki og stofnanir skv. 2. mgr. skulu afhenda Jafnréttisstofu afrit af jafnréttisáætlun eða
starfsmannastefnu sinni ef jafnréttisáætlun er ekki fyrir hendi ásamt framkvæmdaáætlun þegar
Jafnréttisstofa óskar eftir því. Enn fremur skulu fyrirtæki og stofnanir skv. 2. mgr. afhenda
Jafnréttisstofu skýrslu um framgang mála þegar Jafnréttisstofa óskar eftir því innan hæfilegs
frests.
Hafi fyrirtæki eða stofnun skv. 2. mgr. ekki gert jafnréttisáætlun eða samþætt
jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu sína skal Jafnréttisstofa beina þeim fyrirmælum til
viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar að gerðar séu viðunandi úrbætur innan hæfilegs frests.
Hið sama gildir sé það mat Jafnréttisstofu að jafnréttisáætlun fyrirtækis eða stofnunar skv. 2.
mgr. sé ekki viðunandi eða að jafnréttissjónarmið hafi ekki verið samþætt í starfsmannastefnu með nægilega skýrum hætti.
Verði fyrirtæki eða stofnun skv. 2. mgr. ekki við fyrirmælum Jafnréttisstofu skv. 4. mgr.
getur Jafnréttisstofa ákveðið að viðkomandi fyrirtæki eða stofnun greiði dagsektir þar til farið
verður að fyrirmælunum. Hið sama á við þegar fyrirtæki eða stofnun lætur hjá líða að afhenda Jafnréttisstofu afrit af jafnréttisáætlun eða starfsmannastefnu sinni ef jafnréttisáætlun er ekki fyrir hendi ásamt framkvæmdaáætluninni þegar Jafnréttisstofa óskar eftir því eða neitar að afhenda Jafnréttisstofu skýrslu um framgang mála, sbr. 3. mgr. Ákvörðun um dagsektir skal tilkynnt bréflega á sannanlegan hátt þeim sem hún beinist að.
Dagsektir geta numið allt að 50.000 kr. hvern dag. Við ákvörðun fjárhæðar dagsekta skal
m.a. líta til fjölda starfsmanna fyrirtækis eða stofnunar og hversu umsvifamikill viðkomandi
atvinnurekstur er. Dagsektir skulu renna í ríkissjóð.
Þeim sem fyrirmælum Jafnréttisstofu er beint að samkvæmt ákvæði þessu er heimilt að kæra
ákvörðun Jafnréttisstofu til félags- og tryggingamálaráðherra.
Ákvarðanir Jafnréttisstofu um dagsektir eru aðfararhæfar. Kæra til félags- og
tryggingamálaráðherra eða málshöfðun fyrir almennum dómstólum frestar aðför.
19. gr. Launajafnrétti.
Konum og körlum er starfa hjá sama atvinnurekanda skulu greidd jöfn laun og skulu njóta
sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir konur og karla. Skulu
þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun ekki fela í sér kynjamismunun.
Starfsmönnum skal ávallt heimilt að skýra frá launakjörum sínum ef þeir kjósa svo.
20. gr. Laus störf, starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun.
Starf sem laust er til umsóknar skal standa opið jafnt konum og körlum.
Atvinnurekendur skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að konur og karlar njóti
sömu möguleika til endurmenntunar, símenntunar og starfsþjálfunar og til að sækja námskeið
sem haldin eru til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings fyrir önnur störf.
21. gr. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs.
Atvinnurekendur skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að gera konum og körlum kleift að
samræma starfsskyldur sínar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu. Ráðstafanir þær skulu m.a. miða
að því að auka sveigjanleika í skipulagningu á vinnu og vinnutíma þannig að bæði sé tekið
tillit til fjölskylduaðstæðna starfsmanna og þarfa atvinnulífs, þar með talið að starfsmönnum
sé auðveldað að koma aftur til starfa eftir fæðingar- og foreldraorlof eða leyfi úr vinnu vegna
óviðráðanlegra og brýnna fjölskylduaðstæðna.
22. gr. Kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni.
Atvinnurekendur og yfirmenn stofnana og félagasamtaka skulu gera sérstakar ráðstafanir til
að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar og skjólstæðingar verði fyrir kynbundinni eða
kynferðislegri áreitni á vinnustað, stofnun, í félagsstarfi eða skólum.
Ef yfirmaður er kærður vegna ætlaðrar kynbundinnar eða kynferðislegrar áreitni verður
hann vanhæfur til að taka ákvarðanir í tengslum við starfsskilyrði kæranda á meðan meðferð
málsins stendur yfir og skal þá næsti yfirmaður taka slíkar ákvarðanir.
23. gr. Menntun og skólastarf.
Kynjasamþættingar skal gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð í skóla- og uppeldisstarfi,
þar á meðal íþrótta- og tómstundastarfi.
Á öllum skólastigum skulu nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. skal lögð
áhersla á að búa bæði kynin undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu- og
atvinnulífi.
Kennslu- og námsgögn skulu þannig úr garði gerð að kynjum sé ekki mismunað.
Í náms- og starfsfræðslu og við ráðgjöf í skólum skulu piltar og stúlkur óháð kyni hljóta
fræðslu og ráðgjöf í tengslum við sömu störf.
Efla skal rannsóknir á stöðu kynjanna í íslensku samfélagi, jafnt fræðilegar grunnrannsóknir
sem hagnýtar rannsóknir, og miðla niðurstöðum þeirra markvisst innan skólastarfsins og til
fjölmiðla.
Menntamálaráðuneytið skal fylgjast með að jafnréttis kynjanna sé gætt í skóla- og
uppeldisstarfi sem og í íþrótta- og tómstundastarfi. Enn fremur skal menntamálaráðuneytið
fylgjast með þróun jafnréttismála á þessum sviðum samfélagsins.
Jafnréttisráðgjafi skal starfa innan menntamálaráðuneytisins og skal hann fylgja eftir
ákvæðum þessarar greinar og veita viðkomandi aðilum ráðgjöf í jafnréttismálum, m.a. um
sértækar aðgerðir til að stuðla að jafnrétti kynjanna.
Forvarnar- og heilsustefna
Það er stefna Vopnafjarðarskóla og skólasamfélagsins að fræðsla og umræða í lífsleikninámi og öðru námi miði að því að sérhver nemandi útskrifist án þess að ánetjast vímuefnum; hvort sem um ræðir tóbak, áfengi eða önnur vímuefni. Markmiðið er að einstaklingurinn haldi þessum viðhorfum til framtíðar. Til að ná þessum markmiðum er lögð áhersla á fræðslu um forvarnar með utanaðkomandi fræðslu og í lífsleikni- og öðru námi. Góð áhersla er á heilbrigt félagslíf, ástundun íþrótta og að rækta heilbrigð vinasambönd. Í Vopnafjarðarskóla er góð aðstaða til íþróttaiðkunar, íþróttahús með líkamsrækt og góð skólalóð. Til að auðvelda nemendum þátttöku í íþrótta- og æskulýðsstarfi er starfið skipulagt í beinum tengslum við skólann og yngstu nemendur geta stundað nám og félagslíf í beinu framhaldi af skólanum..
Lögð er áhersla á hollan mat í mötuneyti skólans og boðið er upp á ávexti í nestistímum auk grænmetis með matnum. Lögð er áhersla á að taka þátt í heilsueflandi atburðum eins og t.d. Göngum í skólann, Lífshlaupinu og skólahreysti. Íþróttadagur er fastur liður í skólastarfinu og farið er gönguferðir helst að hausti og vori..
Heilsueflandi skóli
Vopnafjarðarskóli er þátttakandi í verkefninu heilsueflandi grunnskólar. Landlæknisembættið heldur utan um verkefnið en það hófst hér vorið 2011.
Af hverju þarf heilsueflingu í skólann okkar?
Í aðalnámskrár grunnskóla er gengið út frá sex grunnþáttum og er heilbrigði og velferð einn af þeim þáttum. Heilsufar og menntun eru nátengd fyrirbæri. Heilsa nemenda ræður miklu hvernig nemendum gengur í námi. Skólinn er því kjörinn vettvangur til að hvetja til heilsueflingar og heilbrigðra lifnaðarhátta meðal barna á skólaaldri. Á þessu skeiði ævinnar læra þau um holla lífshætti, öðlast margvíslega þekkingu og temja sér lifnaðarhætti sem hefur áhrif síðar á ævinni . Lengi býr að fyrstu gerð.
Umhverfisstefna
Vopnafjarðarskóli leggur áherslu á að nemendur og starfsfólk beri virðingu fyrir umhverfinu og leggi sitt af mörkum til að vernda umhverfið og náttúruna. Skólinn er þátttakandi í verkefninu Skóli á grænni grein og er að vinna að umhverfisstefnu verkefnisins. Annars leggur skólinn áherslur á eftirfarandi.
Að allir…
• flokki sorp eins og gert er í sveitarfélaginu
• reyni að spara rafmagn, vatn og sápuefni
• gangi vel um skólann
• dragi úr notkun pappírs og endurnýti hann
• dragi úr notkun á einnota vörum og einnota umbúðum
• nýti afgangsefni í verkefnavinnu
• noti rafræn samskipti frekar en pappír
• reyni að nota umhverfisvænar hreinlætisvörur
Móttaka nýrra nemenda
Nemendur eru skráðir í skólann. Nemendum ásamt foreldrum er boðið að skoða skólann og kynna sér aðstæður. Umsjónarkennari ræðir um komu nýja nemandans við bekkinn sinn og undirbýr komu hans. Tilteknir nemendur taka nýja nemandann að sér og aðstoða hann við að öðlast öryggi á nýjum stað. Umsjónarkennari sér um að aðrir kennarar
viti af nýja nemandanum áður en hann mætir hjá þeim í tíma. Foreldrar fá einnig upplýsingar um nýjan nemanda í tölvupósti. Nemendur sem eru af erlendu bergi brotnir fá sambærilegar móttökur auk þess að sem staða viðkomandi er könnuð og ákveðið hvað viðkomandi þarf að fá mikla sérkennslu . Umsjónarkennari og stuðningskennari bera sameiginlega ábyrgð á því að nemandinn sé ávallt að vinna með námsefni sem hæfir getu hans og skilningi á íslenskri tungu. Fundur með foreldrum, umsjónarkennara, stuðningskennara, hjúkrunarfræðingi er haldinn eins fljótt og auðið er og eins oft og þurfa þykir. Þegar nemandi flytur burt er þess gætt að kennarar og aðrir starfsmenn viti af því og geti kvatt hann.
Móttaka 6 ára nemenda
Við skólabyrjun í ágúst eru 6 ára nemendur boðaðir í viðtal til umsjónarkennara síns ásamt foreldrum þar sem barnið og hagir þess eru í brennidepli. Að viðtölum loknum hefst skólastarf samkvæmt stundaskrá. Í september er foreldrum barnanna boðið á kynningarfund þar sem farið yfir mikilvæg atriði sem varða og hafa áhrif á skólabyrjun barnsins. Umsjónarkennarar kynna skólastarfið, kosnir eru bekkjarfulltrúar og foreldrum gefst tækifæri til að kynnast og skipuleggja frekara samstarf.
Móttaka nemenda af erlendum uppruna
Móttaka nemenda af erlendum uppruna fer fram með svipuðum hætti og annarra nemenda. Túlkunarþjónusta er veitt sé hún nauðsynleg. Þá er metin staða nemandans og reynt að finna námsefni við hæfi. Stefnt er á að nemendur geti tekið sem mestan þátt í almennum kennslustundu með bekkjarfélögunum. Boðið er upp sérkennslu í íslensku.
Allar nauðsynlegar upplýsingar eru skráðar og um fyrri skólagöngu og nám.
Mótttaka nemenda með sérþarfir
Samkvæmt 2. gr. reglugerðar um nemendur með sérþarfir í grunnskóla teljast þeir sem eiga erfitt með nám sökum námsörðugleika, tilfinningalegra eða félagslegra erfiðleika og/eða fötlunar til þessa hóps. Einnig nemendur með leshömlun, langveikir nemendur, nemendur með þroskaröskun, geðraskanir og aðrir nemendur með heilsutengdar sérþarfir. Móttaka nemenda með sérþarfir er með sama hætti og annarra nýrra nemenda að viðbættum eftirfarandi atriðum.
Fundur vegna barna með sérþarfir áður en formleg skólaganga þeirra hefst, að vori, en annars að hausti. Skólastjórnandi, umsjónarkennari, sérkennari sitja fundinn með foreldrum/forsjáraðilum og fagaðilum ef þörf er á. Óskað er eftir fyrirliggjandi gögnum um nemendur frá fyrri skólagöngu. Myndað er teymi um viðkomandi nemenda sem í sitja t.d. fyrir hönd skólans umsjónarkennari, skólastjórnandi, sérkennari ásamt foreldrum/forsjáraðilum.
Heilsugæsla
Skólahjúkrunarfræðingur Vopnafjarðarskóla er Steinunn Birna Aðalsteinsdóttir. Hún sinnir heilsugæslu í skólanum á vegum Heilbrigðisstofnunar Austurlands.
Viðtalstími í skólanum er alla þriðjudaga kl. 8:15-11:30
Sími: 470 3257
Hlutverk skólahjúkrunarfræðings:
• veitir almenna heilsugæslu
• eftirlit með heilsufari
• heilbrigðishvatning
• forvarnarstarfsemi
Eftirlit með nemendum
Nauðsynlegt er að fá góðar upplýsingar um heilsufar barnanna þannig að hægt sé að sinna þeim sem best, sem eiga við vandamál að stríða.
Foreldrar eru hvattir til að hafa samband við skólahjúkrunarfræðing ef þeir vilja að sérstaklega sé fylgst með börnum þeirra eða til að koma einhverjum upplýsingum á framfæri.
Hollusta
Börn sem eru að vaxa og þroskast þurfa öðrum fremur holla og góða fæðu. Á morgnana hafa þau að jafnaði ekki borðað mat í 12-14 klukkustundir og eru farin að ganga á orkuforða sinn. Því er nauðsynlegt að fá góðan morgunmat svo næg orka verði til að takast á við verkefni dagsins. Einnig eru nemendur hvattir til að hafa með sér hollt og gott nesti.
Flúorskolun
Í 1.bekk fá börnin flúorþjálfun í 4-6 skipti og að því loknu fá foreldrar afhenta flösku af flúor ef þeir kjósa. Flúroskolun er framkvæmd í 2. til 10. bekk. Skolað er 1x í viku, 3 vikur í röð á hvorri önn hið minnsta.
Skólaskoðun
Almennar skimanir eru framkvæmdar í 1., 4., 7., og 9. bekk. Þá er framkvæmt sjónpróf og mæld hæð og þyngd. Þegar skimanir fara fram ræðir hjúkrunarfræðingurinn við nemendur um lífsstíl og líðan. Markmið þessara viðtala er að styrkja vitund nemenda um eigin lífsstíl og líðan. Eins að geta gripið til úrræða ef vart verður við vanlíðan eða áhyggjur. Grunnupplýsingar úr lífsstílsviðtali eru skráðar í rafræna sjúkraskrá heilsugæslunnar ásamt niðustöðum skimunarprófa.
Bólusetningar
Bólusett er í 7. bekk við mislingum, hettusótt og rauðum hundum og stúlkur í 7.bekk fá tvær bólusetningar við HPV með a.m.k. 6 mánaða millibili. Bólusett er í 9. bekk við barnaveiki, stífkrampa, kíghósta og mænusótt. Ef líkur eru á að barn sé ekki að fullu bólusett þá eru foreldrar hvattir til að hafa samband við skólaheilsugæsluna. Það er á ábyrgð foreldra að láta bólusetja börn sín. Bólusetningar eru jafnframt skráðar í rafræna sjúkraskrá heilsugæslunnar.
Heilbrigðisfræðsla
Skipulögð heilbrigðisfræðsla er framkvæmd í öllum árgöngum og er áherslan að hvetja til heilbrigðra lífshátta. Byggt er á hugmyndafræðinni um 6-H heilsunnar sem er samstarfsverkefni heilsuverndar skólabarna og Lýðheilsustöðvar. Áherslur fræðslunnar eru Hollusta – Hvíld – Hreyfing – Hreinlæti – Hamingja - Hugrekki og kynheilbrigði. Eftir fræðslu fær barnið fréttabréf með sér heim. Þá gefst foreldrum kostur á að ræða við börnin um það sem þau lærðu og hvernig þau geti nýtt sér það í daglegu lífi.
Brunamál – brunavarnir
Í byrjun desember er haldin eldvarnarvika á vegum Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningsmanna um land allt. Slökkviliðsstjórinn kemur þá í skólann og fer í alla bekki með fyrirlestur um rétt viðbrögð ef elds verður vart. Einnig verður haldin rýmingaræfing í samráði við slökkviliðið þar sem brunaviðvörunarkerfið verður sett í gang og rýming verður æfð.
Brunaæfingar sem þessar eru nauðsynlegar fyrir nemendur og starfsfólk og einnig fyrir slökkviliðið til að sjá hvernig gengur að rýma skólann á sem stystum tíma.
Alltaf á að taka mark á brunaviðvörunarkerfi, bregðast við hringingu og hefja undirbúining rýmingar skólans.
Ef brunaviðvörunarkerfið fer í gang skal unnið skv.eftirfarandi áætlun
• Skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, húsvörður, fer að stjórntöflu viðvörunarkerfis og aðgætir hvaðan brunaboðið kemur. Slekkur á brunaboða.
• Ef um eld er að ræða gangsetur hann boðann aftur með næsta handboða, hringir í 112.
• Ef boðinn fer ekki í gang innan mínútu er um falsboð að ræða. Fari brunaboðinn af stað aftur skal hefja rýmingu.
• Kennarar gera talningu í stofum og undirbúa rýmingu. Þegar brunaboði fer á aftur og hljóðboð eru viðvarandi skal rýma. Kennari sér um að allir fari í röð og haldi ró sinni.
• Kennari tekur með sér nemendalista og fer síðastur út úr stofunni.
• Þurfi að fara í gegnum reyk á að skríða með gólfi.
• Ef eldur lokar útgönguleið á kennari að halda nemendum í stofu og bíða fyrirmæla. Passar að dyr séu lokaðar.
• Skólastjórnendur taka bekkjarlista og síma út.
• Skólaliðar og aðrir sem staddir eru á göngum opna útgönguleiðir.
• Skólaliðar og húsvörður fara síðastir úr húsi og loka útihurðum og hurðum á göngum.
• Þegar komið er út úr skólanum fara nemendur og kennarar á söfnunarstað.
• Kennarar taka manntal og tilkynnir skólastjóra/slökkviliðsstjóra ef einhverja vantar og þá hverja og hvar síðast hafi orðið vart við þá.
• Einfaldast er að nemendur séu í stafrófsröð.
Reglur fyrir kennara í kennslustofu ef vart er við eld !!
Strax og vart verður við brunaboð athugar kennari hvort útgönguleiðir sé greiðfærar.
GÆTIÐ ÞESS AÐ OPNA EKKI HURÐINA EF ÞIÐ BÚIST VIÐ REYK EÐA ELDI FRAMAN VIÐ HANA.
Ef útgönguleið er greið fram á gang, skal kennari fara yfir mætingu nemenda og láta nemendur fylgja sér út í tvöfaldri röð til þess að koma í veg fyrir ringulreið, hafa nemendaskrá með og taka manntal aftur þegar út er komið.
Ef hægt er að komast út venjulega leið skal láta nemendur bregða sér í skó, ekki eyða tíma í að reima eða fara í yfirhafnir og fara síðan á fyrirfram ákveðinn stað úti Safnast er saman á skólalóð eða íþróttahúsi ef greið leið er í íþróttahúsið.
Ef ekki er hægt að komast út hefðbundna leið þurfa kennarar að bíða fyrirmæla.
Neyðarútgangur er úr stofum út um glugga.
Nám og kennsla
Læsi
Með læsi í víðum skilningi er bæði átt við tæknina sem felst í því að kunna að lesa og skrifa texta. Felur það í sér að nýta sér þá miðla og upplýsingartækni sem völ er á í þjóðfélaginu hverju sinni ásamt því að geta lesið í umhverfið og margvíslegar félagslegar aðstæður.
Með læsi er einnig átt við að það að vera læs á samfélag, menningu, umhverfi og náttúru þannig að börn og ungmenni læri að byggja sig upp andlega og líkamlega og verði fær um að bjarga sér í samfélaginu og að vinna með öðrum. Þannig skal stefnt að því að nemendur öðlist hæfni til að skynja og skilja umhverfi sitt á gagnrýninn hátt og taka þátt í að móta það.
Í Vopnafjarðarskóla er lögð áhersla á lestur, ritun og tjáningu.
Nemendur 7.bekkjar taka árlega þátt í Stóru upplestrarkeppninni og hvatt er til frjáls lestrar nemenda á öllum stigum skólans undir yfirskriftinni yndislestur.
Skóla- og almenningsbókasafn Vopnafjarðarhrepps er eitt og sama safnið og er það til húsa í grunnskólanum. Hefur það mikla kosti í för með sér þar sem nemendur geta sótt fjölbreyttari bókakost þar en ef einungis væri um skólabókasafn að ræða.
Lögð er áhersla á að nemendur læri hugtök og notkun þeirra er varða samfélagið og umhverfið í heild
Allir nemendur skólans koma fram á árshátíð skólans auk þess sem þau koma fram á bekkjarskemmtunum og er það mikil þjálfun fyrir þau í framsögn og tjáningu.
Sjálfbærni
Í sjálfbærnimenntun felst sú hugsun að skapa samábyrgt samfélag þar sem hver og einn einstaklingur er þroskaður sem virkur borgari, meðvitaður um gildi, viðhorf og tilfinningar sínar. Í sjálfbærnimenntun felst einnig að börn og ungmenni takist á við margvísleg álitamál og ágreiningsefni í námi sínu. Sjálfbærni snýst um umhverfið, ábyrgð, virðingu, lýðræðisleg vinnubrögð og réttlæti í nútíma þjóðfélagi og gagnvart komandi kynslóðum.
Í Vopnafjarðarskóla eru nemendur hvattir til eflingar umhverfisvitundar. Með aukinni þekkingu öðlast þeir skilning og væntumþykju á náttúru, umhverfi og fólki og með því temja sér lífsvenjur sem stuðla að sjálfbærni. Áhersla er lögð á náms- og starfsfræðslu á elsta stigi sem stuðlar að því að gera nemendur meðvitaða um þá möguleika sem í boði eru að loknum grunnskóla. Nemendur eru hvattir til að taka ákvörðun um framhaldið með gagnrýnni hugsun og mati á eigin gildum og framtíðaráformum. Lýðræðishæfni er þjálfuð í Vopnafjarðarskóla með þátttöku nemenda í nefndum og námsvali auk hugmynda varðandi félagsstarf s.s. bekkjarskemmtanir og árshátíð.
Lýðræði og mannréttindi
Samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla 2011 er skólum ætlað að rækta gagnrýna hugsun og gera nemendur meðvitaða um stöðu þeirra í lýðræðis samfélagi. Skólinn þarf að vera lýðræðislegt samfélag þar sem nemendur eru virkir þátttakendur, taka þarf mið af því í öllum starfsháttum að borin sé virðing fyrir manngildi hvers og eins. Mikilvægt er að í öllu námi, viðfangsefnum skólastarfsins og aðferðum sé tekið tillit til áhuga nemenda og ábyrgðar þeirra á eigin námi. Lýðræðis- og mannréttindamenntun leggur áherslu á virkt samstarf við heimili barna og ungmenna og við æskulýðs- og íþróttastarf. Áhersla er lögð á að lýðræðislegir skólar geti þannig tekið þátt í að skapa samábyrgt og sjálfbært samfélag.
Í Vopnafjarðarskóla er markvisst unnið að því að fá einstaklinga og nemendahópa til að taka afstöðu til siðferðilegra álitamála. Hver einstaklingur hefur möguleika á að taka þátt í mótun skólastarfsins með gagnrýnni og opinni samræðu. Bekkjarfundir eru haldnir reglubundið hjá öllum árgöngum og eru m.a. vettvangur þeirrar samræðu. Nemendur taka þátt í mati á skólastarfinu. Vopnafjarðarskóli er Olweusarskóli og er lögð mikil áhersla á velferð og líðan hvers nemanda. Mikið og gott samstarf er við alla í grenndarsamfélaginu, s.s. heimili, æskulýðs- og íþróttafélagið. Í skólastarfinu er lögð áhersla á þjálfun lýðræðislegra vinnubragða, bæði í almennu námi og í félagsstörfum. Reynt er að höfða til áhuga nemenda og vilja þeirra til þess að taka virkan þátt í skólastarfinu og samfélaginu á jákvæðan hátt.
Heilbrigði og velferð
Skólinn þarf að skapa jákvæðan skólabrag og heilsueflandi umhverfi þar sem markvisst er hlúð að þroska og heilbrigði einstaklings frá ýmsum hliðum. Mikilvægt er að skólinn leggi áherslu á jákvæða sjálfsmynd sem skapar um leið andlega vellíðan og öryggi nemenda og starfsfólks. Hlutverk heilsueflandi skóla er að tengja saman og fræðslu og heilsusamlegt umhverfi sem stuðlar að hreyfingu og almennu heilbrigði. Nemendur og starfsfólk þarf að hafa jákvæð samskipti að leiðarljósi með áherslu á virðingu fyrir sjálfum sér, náunganum og umhverfi sínu.
Í Vopnafjarðarskóla er rík hefð fyrir hreyfingu þar sem skólinn bíður upp á fleiri íþróttatíma en viðmunarstundaskrá segir til um. Einnig tekur skólinn þátt í verkefnum á landsvísu varðandi hreyfingu eins og Lífshlaupinu, Göngum í skólann og Skólahreysti. Samstarf við íþróttafélagið er gott og stór hluti nemenda stundar íþróttir á vegum þess. Í gæslu eftir skóla er mikil áhersla lögð á útiveru og hreyfingu. Vopnafjarðarskóli hefur í mörg ár unnið samkvæmt ráðleggingum Lýðheilsustöðvar um hollustu í mötuneyti, auk þess er boðið upp á ávexti tvisvar á dag.
Efling jákvæðrar sjálfsmyndar er mikilvæg í skólastarfinu og er unnið með hana m.a. í lífsleikni, á bekkjarfundum auk þess eru lagðar fyrir kannanir eins og Skólapúlsinn og Olweus þar sem líðan nemenda er skoðuð. Einnig taka umsjónakennarar einstakingsviðtöl við nemendur og námsráðgjafi vinnur náið með nemendum varðandi ýmis mál. Við Vopnafjarðarskóla starfar skólahjúkrunarfræðingur sem ásamt umsjónarkennara fræðir nemendur um mikilvægi hvíldar, næringar, hreinlætis, tannhirðu og kynheilbrigðis. Skólahjúkrunarfræðngur vinnur samkvæmt 6 H heilsunnar sem er samstarfsverkefni Heilsugæslunnar, Landlæknisembættisins og Landsspítalans.
Eitt af lykilorðum skólans er virðing sem fellur undir heilbrigði og velferð. Í Vopnafjarðarskóla er mikil nánd við nemendur vegna fámennis sem skarpar ákveðið traust. Ætlast er til þess að nemendur taki ábyrgð á eigin athöfnum og sýni tillitssemi og kurteisi. Vopnafjarðarskóli leggur áherslu á jákvæð samskipti og umburðarlyndi gagnvart náunganum.
Jafnrétti
Öll viðfangsefni skólastarfs eiga að grundvallast á jafnræði og jafnrétti. Efla þarf skilning nemenda á stöðu kynjanna í nútíma þjóðfélagi og búa bæði kynin jafnt undir virka þátttöku í samfélaginu, hvort heldur sem er í einkalífi, fjölskyldulífi eða atvinnulífi. Jafnréttismenntun vísar til inntaks kennslu, kennsluhátta og námsumhverfis og áhersla skal lögð á umburðarlyndi og víðsýni gagnvart ólíkri menningu, þjóðerni, trúarbrögðum, lífsskoðunum, kynhneigð og fötlun.
Í Vopnafjarðarskóla er markvisst unnið með jafnrétti og þess gætt að nemendur hafi jöfn tækifæri til náms og þroska og þátttöku í félagslífi. Hvatt er til jákvæðni og umburðarlyndis gagnvart fjölbreytileika mannlífsins og áhersla er lögð á að kynna nemendum málefni hinna ýmsu þjóðfélagshópa.
Sköpun
Sköpun er grunnþáttur mennskunnar sem þrífst í frjálsu, opnu og fjölbreytilegu samfélagi þar sem jafnrétti kynja og einstaklinga ríkir. Skólinn þarf að bjóða upp á aðstæður fyrir skapandi hugsun til að nemendur verði heilsteyptari einstaklingar og séu undir það búnir að ráða fram úr hvers konar vanda á tímum umbreytinga. Í skapandi skólastarfi þurfa viðfangsefni að örva ímyndunarafl og hugmyndarflug nemenda. Markmiðið er að nemendur leysi verkefni á nýjan og fjölbreyttan hátt og miðli þekkingu sinni til annarra. Gagnrýnin hugsun er mikilvægur þáttur í sköpunarferlinu, ekki síður en afraksturinn. Skapandi skólastarf hvetur til frumleika, frumkvæðis og sjálfstæðra vinnubragða.
Í Vopnafjarðarskóla er lögð áhersla á list- og verkgreinar þar sem nemendur fá tækifæri til að vinna á skapandi hátt við fjölbreytt verkefni. Skólinn býður upp á nýsköpun á miðstigi þar sem nemendur spreyta sig á hönnun og þróa verkefni sín. Verkefnin stjórnast af ímyndunarafli og frumleika þar sem nemendur fara út fyrir mörk þess hefðbundna. Á haustdögum er Listadagur í skólanum þar sem nemendur fá tækifæri til að koma fram á eigin forsendum á sal skólans. Einn stærsti viðburður skólaársins er Árshátíð Vopnafjarðarskóla þar sem allir nemendur skólans eru þjálfaðir í að taka þátt í uppsetningu leikverka og koma fram á sviði. Með skapandi vinnu eykst sjálfsmat og sjálfsskilningur nemenda sem skilar sér í auknum krafti til að takast á við hverskyns viðfangsefni.
Skipulag kennslu
Við skipulag kennslu er haft það leiðarljós að mæta námsþörfum nemenda til að þeir tileinki sér það sem stefnt er að. Lögð er áhersla á að nemendur fái námsefni við hæfi til að hver og einn nái þeim árangri sem hann getur.
Kennsluaðferðir
Mikilvægt er að í skólastarfi sé beitt fjölbreytilegum kennsluaðferðum og að við val þeirra sé tekið tillit til þeirra markmiða sem stefnt er að, aldurs, þroska og getu nemenda sem í hlut eiga hverju sinni, eðlis viðfangsefnis og námsumhverfis. Kennarar bera faglega ábyrgð á að velja heppilegustu leiðirnar til að ná markmiðunum. Hver nemandi á rétt á að fá kennslu sem miðast við eigin forsendur og þarfir. Stefnt verður áfram að þróa skólastarfið að einstaklingsmiðuðu námi.
Skóli án aðgreiningar
Vopnafjarðarskóli starfar samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla.. Allir nemendur eiga jafnan rétt til náms og þroska og fá sem bestan stuðning og aðbúnað til að ná árangri og líða vel. Í daglegu skólastarfi er leitast við að koma til móts við þarfir hvers og eins óháð námslegri getu eða félagsfærni. Hlutverk Vopnafjarðarskóla er að koma til móts við þarfir hvers nemanda og veita honum tækifæri til að móta viðhorf og tilfinningar og auka færni sína og hæfni til að taka þátt í og hafa áhrif í samfélaginu. Í daglegu skólastarfi er reynt að efla félagsfærni hvers nemanda og gefa honum tækifæri til að læra og þroskast. Þetta er gert með því að bjóða upp á fjölbreytta kennsluhætti, námsvænar aðstæður og umhverfi sem nemendum líður vel í. Til að öllum líði vel í skólanum þarf að byggja upp og hlúa að menningarlegu skólasamfélagi þar sem jákvæðni, umburðarlyndi og gagnkvæm virðing ríkir . Með því móti ná hin fjögur megingildin, vellíðan, samvinna, metnaður og sköpunargleði að endurspegla daglegt skólastarf.
Námsmat
Námsmat fer fram með ýmsum hætti. Símat, heimaverkefni, ritunarverkefni, kannanir og próf. Áfram mun virkni gilda 15% af heildareinkunn. Matsdagar eru í janúar og maí. Þá er gengið frá námsmati hvorrar annar og eftir það fá nemendur vitnisburðarblöð. Foreldradagur er eftir haustannamat í janúar.
Einkunnir eru gefnar í tölum, heilum og hálfum og einnig í bókstöfum í yngri bekkjum og vissum námsgreinum í eldri bekkjum. Bókstafirnir eru miðaðir við að náð sé eftirfarandi námsmarkmiðum:
S =Settu marki náð; F=framvinda góð; Þ=þarfnast frekari þjálfunar.
Matsblöð fyrir hvern nemanda eru unnin einu sinni á önn. Þar kemur fram -sameiginlegt mat kennara á hegðun og námsframvindu hvers nemanda.
Lykilhæfni nemenda er metinn í lok hvorrar annar og birt á mentor.is
Samræmd könnunarpróf
Menntamálaráðuneyti stendur fyrir samræmdu námsmati í grunnskólum, leggur grunnskólum í því skyni til samræmd könnunarpróf og annast framkvæmd samræmds námsmats.
Samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði eru lögð fyrir nemendur í 4.,7. og 10. bekk, í september, og auk þess í ensku fyrir 10. bekk.
Skólastjóra er heimilt ef gildar ástæður mæla með því og samþykki foreldra liggur fyrir að veita nemendum undanþágu frá því að þreyta könnunarpróf í einstökum prófgreinum. Námsmatsstofnun hefur umsjón með gerð og framkvæmd samræmds námsmats og prófa. Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um fyrirkomulag og framkvæmd samræmds námsmats, prófa og rannsókna í grunnskólum og undanþágur nemenda frá samræmdu námsmati.
Mat á skólastarfi
Mat á skólastarfi byggir á tvenns konar rökum. Annars vegar er hvatinn utanaðkomandi, þ.e. lagaboð stjórnvalda og hins vegar kemur hvatinn innan frá þ.e. löngunin til að byggja upp betra, markvissara og skilvirkara skólastarf og stuðla að ánægju og vellíðan þeirra sem að því koma. Skólastarf þarf að vera í sífelldri endurskoðun og nauðsynlegt að allt skólasamfélagið sé þátttakandi í því. Óformlegt sjálfsmat meðal starfsfólks og nemenda er sífellt í gangi. Þá eru góð og tíð samskipti við foreldra í viðtölum og með ýmsum hætti nauðsynleg til að bæta skólastarfið.
Formlegu sjálfsmati er stjórnað af sjálfsmatshóp, unnið er sameiginlega og í minni hópum af kennurum og starfsfólki. Unnið er út frá sjálfsmatsáætlun sem er gerð til fimm skólaára.
Skólinn er þátttakandi í Skólapúlsinum en skólapúlsinn er vefkerfi sem miðar að því að veita skólastjórnendum stöðugan aðgang að nýjum upplýsingum sem aflað er mánaðarlega um þætti sem tengjast virkni nemenda og líðan þeirra í skólanum og um skóla- og bekkjaranda. Þá er spurningakönnun lögð árlega fyrir foreldra og starfsfólk.
Nám og námsárangur er metið út frá útkomu skólans á samræmdum könnunarprófum og framvindu nemenda í 4., 7. bekk. Þá er árangur í könnunarprófum borin saman við útkomuna í landshlutanum og landinu í heild. Ef einhverjir þættir koma illa út er brugðist við því með ákveðnum hætti.
Farið er árlega yfir verkferla vegna eineltis, hegðunar og fleira.
Þá eru viðburðir , hátíðir og sérstakir dagar metnir.
Til að árangur af sjálfsmatinu verði sem bestur eru niðurstöður teknar saman á vorönn og flokkað eftir styrkleikum og veikleikum. Út frá þeim niðurstöðum er unnin svokölluð umbótaáætlun sem eins og nafnið ber með sér á að stuðla að því að laga það sem aflaga hefur þótt fara samkvæmt niðurstöðum sjálfsmatsins.
Annars er vísað til sjálfsmats- og umbótaáætlana skólans.
Stoðþjónusta
Stefna Vopnafjarðarskóla er að leggja áherslu á gott forvarnarstarf og einn liður í því eru ýmiss konar próf, skimanir og athuganir sem lagðar eru fyrir heila árganga. Einnig er leitast við að hafa áhrif á framboð og fjölbreytni verkefna inni í bekk fyrir nemendur með sérþarfir.
Samkvæmt grunnskólalögum eiga allir nemendur rétt á kennslu við hæfi. Skólinn vill laga starf sitt að þroska og getu allra nemenda sinna þannig að hver nemandi fái kennslu við hæfi. Því er skólastarfið skipulagt út frá þörfum allra nemenda og reynt að skapa námsumhverfi sem hæfir hverjum og einum.
Til að framfylgja þessari stefnu betur en mögulegt er í bekkjarkennslu er gefinn kostur á sér- og stuðningskennslu. Stuðningsaðili og/eða sérkennari fer inn í bekk til nemandans og tekur nemanda úr kennslustund, svo fremi að það þjóni nemandanum best. Sérkennsla getur verið til lengri og skemmri tíma allt eftir þörfum hvers og eins. Sérkennsla er miðuð við einstakling en ekki heildina og á það jafnt við um kennsluaðferðir sem notkun námsefnis.
Vopnafjarðarskóli hefur gert skimunaráætlun, þ.e. greiningu allra nemenda. Við greiningu einstakra nemenda er tekið mið af útkomu þessara greininga.
Skólabyrjun - 1. bekkur
Lögð er áhersla á fyrirbyggjandi starf einkum við upphaf skólagöngu:
• upplýsingar frá leikskóla, Hljóm - 2
• upplýsingar hjúkrunarfræðings
• hreyfiathugun íþróttakennara
• Læsi 1 – lesskimunarpróf
• Leið til læsis – lesskimunarpróf, orðalistar fyrir 1. bekk
• Lestrarpróf/hraðlestrarpróf
Umsjónarkennarar og sérkennari vinna sameiginlega úr þessum upplýsingum og leggja línurnar fyrir framhaldið og skipuleggja stuðning þar sem þess er þörf. Nánari greining er gerð af sálfræðingi, kennsluráðgjafa, sérkennara, talmeinafræðingi og/ eða hjúkrunarfræðingi ef ástæða þykir til.
2. bekkur
• Læsi – lestrarskimun
• Lesmál
• Lestrarpróf / hraðlestrarpróf
3. bekkur
• Talnalykill
• Logos
• Hraðlestrarpróf / framsagnarpróf
4. bekkur
• Samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði
• Hraðlestrarpróf / framsagnarpróf
5. bekkur
• Orðarún
• Hraðlestrarpróf / framsagnarpróf
6. bekkur
• Talnalykill
• Logos
• Hraðlestrarpróf / framsagnarpróf
7. bekkur
• Samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði
• Hraðlestrarpróf / framsagnarpróf
8. bekkur
• Orðarún
• Hraðlestrarpróf / framsagnarpróf
•
9. bekkur
• Logos
• Hraðlestrarpróf / framsagnarpróf
10. bekkur
• Samræmd könnuarpróf í íslensku, stærðfræði, ensku
Ef þörf er á nánari greiningu er hún gerð í samráði við foreldra og umsjónarkennara og er þá m.a. stuðst við eftirfarandi greiningargögn:
• TOLD málþroskapróf
• Aston Index lestargreinandi próf
GRP 10 - greinandi próf í lestri og stafsetningu
LOGOS Greiningarpróf á Dyslexíu og öðrum lestrarerfiðleikum
• Talnalykil – einstaklingshluta prófsins
Einnig er foreldrum vísað til annarra sérfræðinga með börn sín í þeim tilvikum sem það á við en það ferli hefst yfirleitt hjá skólasálfræðingi Skólaskrifstofu Austurlands.
Þjónusta sérfræðinga
Þjónusta sérfræðinga við Vopnafjarðarskóla er á vegum Skólaskrifstofu Austurlands, s.s. sálfræðiþjónusta, kennsluráðgjöf, talkennsla o.fl. . Algengt er að leita ráðgjafar sálfræðings þegar nemendur á grunnskólaaldri eiga við náms- eða aðlögunarerfiðleika að stríða. Oftast er það umsjónarkennari, í samráði við foreldra, sem vísar nemendum til sálfræðings. Heimsóknir og aðstoð sérfræðinga Skólaskrifstofu Austurlands miðast við þarfir skólans. Foreldrar og forráðamenn eru eindregið hvattir til að hafa samband við umsjónarkennara eða skólastjórnendur ef þeir telja þörf á þjónustu ofangreindra aðila. Einnig fáum við aðstoð hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs og skólahjúkrunarfræðingur frá HSA er í skólanum alla þriðjudagsmorgna. Eftirtaldir aðilar sjá um ofangreinda aðstoð.
Steinunn Birna Aðalsteinsdóttir, skólahjúkrunarfræðingur, steinunnb@hsa.is
Kolbjörg Lilja Benediktsdóttir, sálfræðingur, skólaskrifstofunnar,
Halldóra Baldursdóttir, talmeinafræðingur, halldora@skolaust.is
Jarþrúður Ólafsdóttir, kennsluráðgjafi, jarth@skolaust.is ,
Hlín Stefánsdóttir, hlin@egilsstadir.is
Náms- og starfsráðgjöf
Námsráðgjafi, Ásta Hanna Gunnsteinsdóttir, er í hlutastarfi við skólann, Hún sér um námsráðsgjöf fyrir nemendur sem útskrifast að vori auk þess að vera öðrum nemendum til aðstoðar, viðtals og stuðnings. Námsráðgjafi veitir nemendum fræðslu um væntanlegt nám og störf, persónulega ráðgjöf og stuðning, ráðleggur um vinnubrögð og námstækni og sér um hópráðgjöf og fræðslu.
Skólasafn
Hlutverk skólasafnsins er að vinna að þeim markmiðum grunnskólans að veita nemendum tækifæri til að afla sér þekkingar og stuðla að fjölbreyttu og skapandi starfi. Starf á skólasafni þarf að henta öllum nemendum skólans, jafnt þeim yngstu sem þeim elstu og tengjast kennslu í sem flestum námsgreinum. Afar mikilvægt er að nemendur öðlist færni í að afla sér upplýsinga úr ýmsum miðlum og ekki síður að lesa úr þeim. Skólasafn sem gegnir lykilhlutverki í námi og kennslu ýtir undir frumkvæði og verður eitt af megin hjálpartækjum í starfi. Lestur og lestrarhvatning er afar mikilvægur þáttur í starfi skólasafnsins. Markmiðið er að gera nemendur okkar að áhugasömum lesendum jafnt á skáldrit sem fræðiefni.
Skólasafnið er sameinað almenningssafninu og bætir það mikið úrval bóka sem nemendur og starfsfólk skólans hafa aðgang að. Auk bóka eru til útláns myndbönd, tímarit og hljóðbækur. Á safninu er einnig staðsett tölva með internetaðgangi. Á skólasafninu gilda sérstakar reglur þar sem ætlast er til að friður og ró ríki.
Samstarf við skóla og aðra aðila
Samstafsaðilar skólans eru Tónlistarskólinn, Leikskólinn Brekkubær, Félagsmiðstöðin Drekinn, Ungmennafélagið Einherji og Æskulýðsstarf Vopnafjarðarkirkju.
Tónlistarskólinn
Samstarf skólanna er með ýmsum hætti. Nemendur skólans geta farið úr kennslustundum í tónlistartíma. Aðrir tónlistartímar eru í beinu framhaldi af starfi grunnskólans. Þá er við það miðað að nemendur úr sveitinni og yngri nemendur geti lokið sínu tónlistarnámi fyrir kl. 15:00 þegar keyrt er í sveitina og gæslu lýkur. Söngstund er alla föstudaga og kennarar tónlistarskólans spila undir sönginn. Mikil samnýting er á tónmenntastofu sem er hluti af sal skólans og einnig er salur skólans nýttur til tónleika fyrir tónlistarskólann.
Leikskólinn Brekkubær
Markmið
• að grunnskólinn sé eðlilegt framhald leikskóla
• að formlegt samstarf komist á milli skólanna
• að nemendur leikskóla komi eins vel búnir undir grunnskólanámið og frekast er unnt.
• að skref nemenda úr leikskóla í grunnskóla verði “styttra”
• að tengsl yngstu nemenda grunnskólans við leikskólann rofni ekki eins og verið hefur.
Leiðir:
Heimsóknir leikskólanemenda verði með ákveðnum hætti og gagnkvæmar í 1. bekk grunnskólans.
Fundir kennara yngstu nemenda grunnskólans og elstu nemenda leikskólans verði reglulega t.d. 4 sinnum að vetri.
Komið verði á tengingu námsefnis og fræðslu í leikskóla og grunnskólanum.
Agi og reglur verði kynntar og samræmdar eins og mögulegt og raunhæft er.
Ungmennafélagið Einherji
Gott samstarf er við Ungmennafélagið Einherja. Æfingar yngri nemenda eru hafðar strax eftir að skóladegi lýkur þannig að nemendur þurfa ekki að fara heim áður en æfingar hefjast. Þannig verður starfið samfellt. Skipulagning æfinga til kl. 15:00 er í samráði við skólann og reynt að fella þær sem best að starfi skólans.
Æskulýðsstarf kirkjunnar
Æskulýðsstarf kirkjunnar er skipulagt eins og annað æskulýðsstarf í beinum tengslum við skólastarf yngri nemenda. Þá eru ýmsir viðburðir og ferðalög æskulýðsstarfsins skipulagðir í tengslum við skólann og í góðu samstarfi.
Starfsfólk
Skólastjórnendur
Við grunnskóla skal vera skólastjóri sem er forstöðumaður grunnskóla, stjórnar honum, veitir faglega forustu og ber ábyrgð á starfi skólans gagnvart sveitarstjórn. Skólastjóri stuðlar að samstarfi allra aðila skólasamfélagsins. Skólastjóri boðar til kennarafunda svo oft sem þurfa þykir á starfstíma grunnskóla. Kennarafundi skulu sækja kennarar og aðrir sérfræðingar skólans. Skólastjóri boðar til starfsmannafunda svo oft sem þurfa þykir. (Úr 7. grein grunnskólalaga 2008)
Skólastjóri gerir tillögur til sveitarstjórnar um fyrirkomulag stjórnunar í grunnskóla með tilliti til þarfa viðkomandi skóla. Skólastjóri ákveður verksvið annarra stjórnenda skólans og skal einn þeirra vera staðgengill skólastjóra.
Skólastjóri sími og netföng
Aðalbjörn Björnsson 4703251/8614256
adalbjorn@vopnaskoli.is
Aðstoðarskólastjóri
Sigríður Elva Konráðsdóttir 4703252/8489768
sirra@vopnaskoli.is
Umsjónarkennarar
Umsjónarkennarar fylgjast öðrum fremur með námi og þroska allra nemenda sem
þeir hafa umsjón með. Í þessu felst m.a. að leiðbeina nemendum í námi og mati á
því. Umsjónarkennarar eiga að hlutast til um andlega og líkamlega velferð
nemenda sinna og hafa samvinnu við foreldra/forráðamenn eftir þörfum.
Umsjónarkennarar leitast við að skapa góðan bekkjaranda, réttlátar vinnu- og
umgengnisreglur og hvetjandi námsumhverfi. Umsjónarkennarar og fagkennarar samræma námsefni á milli bekkjardeilda.
Umsjónarkennarar hafa umsjón með undirbúningi og framkvæmd bekkjarkvölda,
skemmtiatriða á árshátíð o.fl. Umsjónarkennarar bera ábyrgð á því að færa reglulega
nauðsynlegar upplýsingar í dagbækur, nemendaskrár, einkunnabækur o.fl eftir
samkomulagi við skólastjóra.
Umsjónarkennarar
1.-2. bekkur Elín Dögg Methúsalemsdóttir
3.-4. bekkur Silvía Björk Kristjánsdóttir
5.-6. bekkur Unnur Ósk Unnsteinsdóttir
7. bekkur Sólrún Dögg Baldursdóttir
8. bekkur Heiðbjört Antonsdóttir
9.-10. bekkur Svava Birna Stefánsdóttir
Kennarar
Kennarar gegna lykilhlutverki í öllu skólastarfi. Á þeim hvílir ekki aðeins sú
skylda að miðla þekkingu til nemenda heldur einnig að veita nemendum tækifæri
til að afla sér þekkingar og leikni, örva starfsgleði þeirra og frjóa hugsun. Kennarar
leiðbeina nemendum í námi og mati á því og vinna að því að þeir tileinki sér
heilbrigðar lífsvenjur. Þeir leitast við að skapa góðan bekkjaranda, réttlátar vinnu og
umgengnisreglur og hvetjandi námsumhverfi. Kennarar skólans gera kröfur
jafnt til sín og nemenda og stuðla að góðri líðan nemenda í skólanum.
Aðrir kennarar en umsjónarkennarar
Aðalbjörn Björnsson
Ása Sigurðardóttir
Ásta Hanna Gunnsteinsdóttir
Baldur Hallgrímsson
Baldvin Eyjólfsson
Berglind Wiium Árnadóttir
Bjartur Aðalbjörnsson
Kristín Jónsdóttir
Sigríður Elva Konráðsdóttir
Allir starfsmenn skólans gegna mikilvægu hlutverki til að markmið skólastarfsins nái fram að ganga. Hver starfsmaður hefur ákveðið starfsvið og saman mynda þeir eina heild.
Starfsmenn
Aðalbjörn Björnsson
Ása Sigurðardóttir
Ásta Hanna Gunnsteinsdóttir
Baldur Hallgrímsson
Baldvin Eyjólfsson
Berglind Wiium Árnadóttir
Bjartur Aðalbjörnsson
Dagný S. Sigurjónsdóttir
Elín Dögg Methúsalemsdóttir
Heiðbjört Antonsdóttir
Ingibjörg Hrönn Róbertsdóttir
Jóna Benedikta Júlíusdóttir
Kristín Jónsdóttir
Margrét Arthúrsdóttir
Margrét Gunnarsdóttir
Monserrat Arlette Moreno
Rannveig Guðjónsdóttir
Sigríður Elva Konráðsdóttir
Sigurður Donys Sigurðsson
Sigurveig Hreinsdóttir
Silvía Björk Kristjánsdóttir
Sólrún Dögg Baldursdóttir
Stephen Yates
Svava Birna Stefánsdóttir
Unnur Ósk Unnsteinsdóttir
Þórunn Indriðadóttir
Skólabílstjórar
Einar Björn Kristbergsson
Heiðar Kristbergsson
Friðrik Sigurjónsson
Svanur Arthúrsson
Nemdir og ráð
Fræðslunefnd
Meginhlutverk fræðslunefndar er að fara með málefni grunnskólans í sínu skólahverfi
samkvæmt lögum og reglugerðum um grunnskóla, sveitarstjórnarlögum og því sem
sveitarstjórn felur henni að öðru leyti. Í erindisbréfi fyrir fræðslunefnd/skólanefnd Vopnafjarðarskóla segir: „Skólanefnd skal sjá um að öll börn á Vopnafirði njóti lögboðinnar fræðslu. Í störfum sínum ber skólanefnd einnig að sjá um að allir nemendur á skyldunámsstigi hljóti sem besta aðstöðu og jöfnust tækifæri til náms og að skólinn veiti sérhverjum nemanda fræðslu eftir aldri sínum og þroska og í samræmi við námsskrá á hverjum tíma“. Annars er hlutverk skólanefndar ítarlega skilgreint í grunnskólalögum.
Fulltrúar
Berghildur Fanney Hauksdóttir, formaður
Þorsteinn Halldórsson, varaformaður
Hafþór Róbertsson, ritari
Jón Haraldsson
Fjóla Dögg Valsdóttir
Varafulltrúar
Dorota J. Burba
Einar Ólafur Einarsson
Guðrún Stefánsdóttir
Ingvar B. Eðvarðsson
Kristján E. Guðjónsson
Nemendaverndarráð
Í nemendaverndarráði sitja, skólahjúkrunarfræðingur, félagsráðgjafi frá félagsþjónustu, skólastjórnendur og viðkomandi umsjónarkennari eftir þörfum. Fundir eru fyrsta þriðjudag í mánuði.
Nemendaráð
Í upphafi skólaársins er kosið í nemendaráð. Þeir nemendur í 6.-10. bekk sem áhuga hafa á að vinna að félagsmálum nemenda gefa það til kynna með því að bjóða sig fram fyrir væntanlegar kosningar. Kosið er milli nemenda í leynilegum kosningum nemenda í 6., 7., 8., 9. og 10. bekk. Kosnir eru tveir fulltrúar úr 10. bekk, tveir fulltrúar úr 9. bekk, einn fulltrúi úr 8. bekk, einn fulltrúi úr 7. bekk og einn fulltrúi úr 6. bekk. Skólastjórnendur sjá um talningu og birta úrslit kosninganna.
Fulltrúar í nemendaráði skólaárið 2015-2016 hafa verið valdir;
Heilsueflandi skóli
Vopnafjarðarskóli er þátttakandi í verkefninu heilsueflandi grunnskólar. Landlæknisembættið heldur utan um verkefnið en það hófst hér vorið 2011.
Af hverju þarf heilsueflingu í skólann okkar? Í aðalnámskrár grunnskóla er gengið út frá sex grunnþáttum og er heilbrigði og velferð einn af þeim þáttum.
Heilsufar og menntun eru nátengd fyrirbæri. Heilsa nemenda ræður miklu hvernig nemendum gengur í námi. Skólinn er því kjörinn vettvangur til að hvetja til heilsueflingar og heilbrigðra lifnaðarhátta meðal barna á skólaaldri. Á þessu skeiði ævinnar læra þau um holla lífshætti, öðlast margvíslega þekkingu og temja sér lifnaðarhætti sem hefur áhrif síðar á ævinni .
Lengi býr að fyrstu gerð.
Stýrihópur
Í stýrihópnum eru aðilar úr öllu skólasamfélaginu og hann skipa:
Hrafnhildur Ævarsdóttir foreldri
Svava Birna Stefánsdóttir umsjónarkennari
Sigríður Elva Konráðsdóttir aðstoðarskólastjóri
Nemi í 10. bekk sem á eftir að velja þetta skólaár.
Á hverjum vetri er lögð áhersla á ákveðinn þátt heilsueflingar en ávallt eru allir þættir verkefnisins undir: Áhersla hefur verið lögð á eftirfarandi þætti í Vopnafjarðarskóla: Hreyfing og öryggi, matarræði og tannheilsa, heimili og foreldrasamstarf og geðrækt.
Skóli á grænni grein
Á síðasta skólaári Vopnafjarðarskóli sótti Vopnafjarðarskóli um að taka þátt í verkefninu skóli á grænni grein sem Landvernd stendur fyrir .
Um skóla á grænni grein
Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Þeir skólar sem vilja komast á græna grein í umhverfismálum leitast við að stíga skrefin sjö. Þegar því marki er náð fá skólarnir leyfi til að flagga Grænfánanum næstu tvö ár en sú viðurkenning fæst endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Skrefin sjö eru ákveðin verkefni sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Verkefnin eru bæði til kennslu í bekk og til að bæta daglegan rekstur skóla. Þau auka þekkingu nemenda og skólafólks og styrkja grunn að því að tekin sé ábyrg afstaða og innleiddar raunhæfar aðgerðir í umhverfismálum skóla. Jafnframt sýnir reynslan í Evrópu að skólar sem taka þátt í verkefninu geta sparað talsvert í rekstri.
Markmið verkefnisins er að:
• Bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku.
• Efla samfélagskennd innan skólans.
• Auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan.
• Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða nemendur.
• Veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál.
• Efla alþjóðlega samkennd og tungumálakunnáttu.
• Tengja skólann við samfélag sitt, fyrirtæki og almenning.
Hefðir og viðburðir
Árshátíð skólans
Árshátíð skólans er í marsmánuði. Mikill metnaður er lagður í árshátíðina og er hún mjög vel sótt af íbúum sveitarfélagsins. Má með sanni segja að þetta sé fjölmennasta menningarsamkoman í byggðarlaginu. Um er að ræða skemmtun á sviði og eru tvær skemmtanir sama daginn, dagskemmtun og kvöldskemmtun. Allir bekkir eru með skemmtiatriði auk þess sem elstu nemendurnir sýna lengra stykki eða hluta úr leikhúsverki. Kaffisala með veisluhlaðborði og samlokur er í hléi. Þá er happdrætti og vinningsmiðar tilkynntir í lok kvöldskemmtunar.
Meginmarkmið Árshátíðarinnar er að kenna og þjálfa nemendur í leiklist, söng og öðru skapandi starfi. Kenna nemendum framkomu og hegðun á hátíðum sem þessum og að allir nemendur skólans fái reynslu af undirbúningi og framkvæmd slíkrar menningarsamkomu.
Selt er inn á hátíðina og er innkoman ætluð til að niðurgreiða eða greiða að fullu ýmiss konar ferðalög nemenda. Þar má nefna ferðir á Fjarðaball, Skólahreysti, skíðaferð 9. bekkinga, skólabúðir, styrkja 10. bekkjarferðalag ef upp á vantar o.fl. Skólinn stendur undir öllum kostnaði við hátíðina; vinnulaunum, húsaleigu og öðru. Þá hefur skólinn notið góðvildar fyrirtækja í byggðarlaginu sem hafa styrkt hátíðina með fjárframlagi og happdrættisvinningum.
Jólastarf og litlu jólin
Hefð hefur verið fyrir því að nemendur eldri bekkja máli jólamyndir á glugga í sinni bekkjarstofu. Síðustu daga fyrir jólafrí eru stofur skreyttar, unnið er jólaföndur og jólakort skrifuð sem nemendur senda sín á milli og til starfsfólks. Boðið er upp á jólakakó með smákökum og daginn fyrir litlu jólin er jólamáltíð þar sem starfsfólk þjónar nemendum til borðs. Litlu jólin eru síðasta skóladag fyrir jól þar sem hver bekkur fer í stofu með sínum kennara. Lesið er jólaguðspjallið og jólasaga, kortin skoðuð og smápakkar sem nemendur hafa komið með eru opnaðir. Á eftir er sameiginleg skemmtun þar sem allir bekkir eru með stutt atriði á sviði og gengið er í kringum jólatré.
Þorrablót
Þorrablót skólans er, fyrir 7.-10. bekk og starfsmenn skólans, er haldið á þorranum og er í umsjón elstu bekkja skólans. Þar er sameiginlegt borðhald og skemmtiatriði og sér 10. bekkur um skemmtiatriðin.
Öskudagur
Öskudagur er skóladagur þar sem nemendur mæta að morgni klæddir í öskudagsbúninga. Farið er í íþróttahúsið, köttur sleginn úr tunnunni. Þá kynna allir nemendur og starfsfólk þá persónu sem þeir eru. Síðan fara allir nemendur í heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir, syngja söngva og fá nammi eða eitthvað slíkt fyrir. Til að forðast að einhverjir verði útundan og hafi enga til að fara með og skemmta sér á þessum einstaka degi er nemendum skipt í hópa. Þá fara yngstu nemendur í fylgd elstu nemenda.
Stóra upplestrarkeppnin
Stóra upplestrarkeppnin er haldin á hverju ári fyrir nemendur í 7. bekk. Hún hefst á degi íslenskrar tungu 16. nóvember og lýkur í mars. Íslenskukennari 7. bekkjar sér um þjálfun nemenda og leggur áherslu á vandaðan upplestur og framsögn. Haldin er keppni í skólanum þar sem utanaðkomandi þriggja manna dómnefnd úrskurðar um hverjir tveir nemendur, og einn til vara, skuli vera fulltrúar skólans í lokakeppni á Austurlandi. Þessi keppni skóla, á norðanverðu Austurlandi, er haldin um miðjan mars. Skólaskrifstofa Austurlands sér um lokakeppnina.
Litla upplestrarkeppnin
Litla upplestrarkeppnin er fyrir nemendur í 4. bekk. Krakkarnir æfa sig í skólanum og heima en í upphafi er lögð mikil áhersla á samvinnu við heimilin og fá foreldra til að taka virkan þátt í verkefninu. Í Litlu upplestrarkeppninni er markmiðið að keppa að betri árangri og bæta upplestur sem og að geta lesið upp sjálfum sér og öðrum til ánægju. Allir nemendur koma fram á hátíðinni og lesa ýmist einir, í lespörum eða í talkórum. Allir eru sigurvegarar, allir fá viðurkenningarskjal og markmiðið með keppnishugtakinu er að verða betri í lestri í dag en í gær.
Skólahreysti
Í marsmánuði á hvert er haldin keppni í Skólahreysti á Egilsstöðum þar sem skólar á Austurlandi reyna með sér. Vopnafjarðarskóli hefur verið þátttakandi í keppninni og oftast gengið vel.
Haustferðir
Haustferðir eru farnar með ákveðið markmið í huga. Það er að nemendur upplifi og kynnist betur nánasta umhverfi sínu og fái hreyfingu með því að fara í göngu- og skoðunarferðir í byggðarlaginu.
Vorferðir
Vorferðir eru innansveitar og standa yfir daginn
Skíðaferð
Í mars eða apríl fer 9. bekkur í skíðaferð til Akureyrar og er markmiðið að nemendur kynnist skíðaíþróttinni þar sem engin skíðaaðstaða er á Vopnafirði.
Ferðalög á skemmtanir
Farið er á Fjarðaball sem er dansleikur fyrir nemendur á Austurlandi í 8.-10. bekk. Þá er farið á Skólahreystikeppni skólanna á Austurlandi. Einnig hafa nemendur sótt Tónkvísl sem er söngvakeppni Laugaskóla.
Skólabúðir
Hefð er að komast á að nemendur í 7. bekk fari í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði og er þegar búið að panta eina viku í september.
Útskriftarferð
Hefð er fyrir því að útskriftarnemendur í 10. bekk fari í útskriftarferð til útlanda og mörg undanfarin ár hefur verið farið til Kaupmannahafnar. Nemendur ásamt foreldrum sjá um fjáröflun sem stendur undir ferðakostnaði og fæði í ferðalaginu.
Hagnýtar upplýsingar um skólahald
Vopnafjarðarskóli Lónabraut 12 opinn klukkan 7:50-16:00 alla skóladaga.
Símanúmer skólans er 4703250. Heimasíða skólans er á slóðinni vopnaskoli.is
Netfang skólans er adalbjorn@vopnaskoli.is
Morgunopnun og gæsla
Alla venjulega skóladaga er skólinn opnaður kl. 7:50 fyrir nemendur og er eftirlit með nemendum frá þeim tíma og fram að kennslustund kl. 8.10. Boðið er upp á gæslu fyrir nemendur í 1.-4. bekk eftir kennslu og til kl. 15.
Forföll nemenda
Nemendur koma að sjálfsögðu ekki veikir í skólann. Ef þeir þurfa að vera inni í frímínútum eiga þeir að koma með skriflega beiðni að heiman. Slík beiðni getur gilt í einn til tvo daga. Foreldrar verða látnir vita ef barn veikist og þarf að fara heim. Foreldrar eru beðnir að láta ávallt vita um veikindi nemenda sem fyrst símleiðis, með tölvupósti eða skriflega, með undirskrift, ef nemandi á að sleppa íþróttum eða útivist. Hringt er heim til nemenda sem fyrst eftir að skóladagur hefst ef þeir eru ekki mættir og engin tilkynning hefur borist um forföll. Ef enginn svarar í síma á heimilinu þarf að vera hægt að ná í foreldra í vinnusíma eða farsíma. Ef nemandi þarf að fá leyfi ræða foreldrar við umsjónarkennara um einn til tvo daga. Leyfi í 3 daga eða lengur þarf að sækja um skriflega til skólastjórnenda. Foreldrar eru hvattir til að stilla leyfisbeiðnum í hóf þar sem margra daga missir úr skóla hefur sitt að segja. Í grunnskólalögum segir að heimilt sé að veita slík leyfi með því skilyrði að forráðamenn sjái til þess að nemandinn læri það sem hann missir úr námi og að það sé gert á meðan á leyfinu stendur. Annars vísast til skólareglna. Leyfi sem er lengra en ein vika er litið á sem tímabundna undanþágu frá skólasókn. Í slíkum tilfellum er foreldri/forráðamaður boðaður á fund skólastjóra og umsjónarkennara þar sem fjallað er um umsóknina. Foreldrar bera ábyrgð á námi barna sinna meðan leyfið gildir.
Frímínútur
Í frímínútum fara nemendur eru nemendur ýmist inni eða úti. Í löngu frímínútum kl.10:20-10:40 mega nemendur í 8.-10. bekk vera innandyra en aðrir eiga að vera utandyra og skólaliðar og húsvörður sjá um gæslu. Gæsla í sturtuklefum er í höndum sturtuvarðar, starfsmanna íþróttahúss auk íþróttakennara.
Lengri viðvera, til kl.15.00, er alla daga nema mánudaga og stendur nemendum í 1.-4. bekk til boða og öllum börnum úr sveitinni.
Mentor og tölvusamskipti
Heimasíða skólans er www.vopnaskoli.is. Þar eru upplýsingar og fréttir af skólastarfinu. Mentor.is er heima- og samskiptasíða sem er sérstaklega hönnuð fyrir grunnskóla. Foreldrar og nemendur fá lykilorð inn á síðuna og geta fylgst með framgangi og heimanámi. Þá fá foreldrar sendan tölvupóst í gegnum mentor.is varðandi það helsta sem er á döfinni. Þá er hægt að senda tölvupóst til skólans á netfangið adalbjorn@vopnaskoli.is en einnig hafa allir kennarar og margir starfsmenn netföng. Listi yfir netföng kennara er í mentor.
Óskilamunir
Merkja skal skó og yfirhafnir barnanna með nafni og símanúmeri, einnig áhöld og
aðra muni þeirra, ennfremur allan íþróttafatnað, skó og handklæði. Óskilamunir eru
í vörslu húsvarðar.
Kennslubækur
Námsgögn gegna mikilvægu hlutverki sem leið til að ná námsmarkmiðum.
Nemendur fá afhent námsgögn til afnota sér að kostnaðarlausu. Flestar bækur sem
nemendur fá í skólanum eru því eign skólans.Mikilvægt er að foreldrar brýni fyrir
nemendum að fara vel með kennslubækurnar og sjái til þess að fjölnota bókum sé
skilað að skólaári loknu.
Óveður og ófærð
Fólk leggur misjafnt mat á veðrið og eins getur það breyst á skömmum tíma. Aðstæður fólks eru misjafnar við að koma börnunum í skólann og mikill munur getur verið á veðri innan sveitarfélagsins. Þá hefur ófærð í sveitinni áhrif á skólahald. Reynslan hefur kennt okkur að best sé að hafa þá reglu að ákvörðun um að fella skólahald niður sé tekin af skólastjóra og það tilkynnt í útvarpi og heimasíðu skólans eins fljótt og unnt er.
Nesti og hádegismatur
Mikilvægt er að nemendur hafi hollt nesti með sér í skólann. Þær reglur eru að nemendur í 1.-5. bekk drekka mjólk eða vatn í nestistímum og nemendum er boðið upp á mjólkuráskrift. Öllum er boðið upp á hafragraut og ávexti á milli fyrstu tíma á morgnana og ávexti í hádeginu. Hádegismatur stendur öllum nemendum og starfsfólki til boða og tilkynna nemendur skriflega fyrir hver mánaðamót ef þeir ætla ekki að vera í mat næsta mánuð. Greiðsla fyrir matinn er innheimt með heimsendum reikningum eða í heimabanka. Nemendur geta einnig haft ávexti og grænmeti með sér og borðað í matsalnum óski þeir ekki eftir að kaupa hádegismat. Skólinn leggur áherslu á nokkur grundvallaratriði í matsalnum.
• Allir fara í raðir eftir bekkjum og sitja við þar til merkt borð.
• Eftir matinn ganga nemendur frá leirtaui og hreinsa af diskum.
• Eldri nemendur skiptast á að þrífa borðin. Sjálfsagt er að framkoma sé í anda snyrtimennsku og almennra viðmiða..
• Geti nemendur ekki tekið þátt í matartímum í þessum anda getur það kostað tímabundið bann í hádegismatnum.
• Til að hvetja til meiri vatnsneyslu nemenda stendur þeim til boða að fá ísmola úr ísmolavél og vatnskönnur eru til staðar í kennslustofum.
Félagsmiðstöðin Drekinn
Félagsstarf unglinga er í nokkuð föstum skorðum ár frá ári þó að einhverjar breytingar geti verið á starfseminni. Miðað er við að opið sé á mánudags- og föstudagskvöldum Starfandi umsjónaraðili vinnur með nemendaráði að félagsstörfum nemenda í nánu samstarfi við skólann. Félagsstarf fyrir þá yngri er auglýst sérstaklega og er það í beinum tengslum við skólastarfið. Heimkeyrsla er í sveitina í tengslum við félagsstörf.
Bekkjarskemmtanir
Bekkjarskemmtanir eru haldnar einu sinni á önn seinni part dags eða að kvöldi. Þá bjóða nemendur foreldrum og forráðamönnum að hlýða á skemmtiatriði sem þeir hafa æft og einnig taka forleldrar þátt í ýmsum leikjum. Einnig eru bekkjarskemmtanir haldnar í íþróttahúsinu og byggjast þá á íþróttaleikjum.
Svefn
Mikilvægt er að nemendur fái nægan svefn og hvíld. Séu nemedur ekki búnir að sofa og hvíla sig eins og nauðsynlegt er geta þeir varla notið kennslunnar eða sinnt því starfi sem fram fer í skólanum. Hæfilegur svefntími er talinn:
Fyrir 5-8 ára börn 10-12 klst. á sólarhring, fyrir 9-12 ára börn 10-11 klst. og fyrir 13-15 ára börn 9-11 klst.
Slysatrygging nemenda
Verði nemendur fyrir slysum í skólanum greiðir skólinn fyrstu meðhöndlun hjá lækni.
Allir nemendur sem skráðir eru í grunnskóla og leikskóla eru tryggðir með
slysatryggingu skólabarna hjá Vátryggingafélagi Íslands h.f.
Hverjir eru vátryggðir
Slysatrygging skólabarna tekur til allra skólanemenda, sem eru skráðir í
grunnskóla og leikskóla, enda séu þessar stofnanir reknar af sveitarfélaginu. Aldur skólabarnsins skiptir ekki máli.
Hvenær gildir vátryggingin
Slysatrygging skólabarna gildir þann tíma, sem skólar og framangreindar stofnanir
eru starfræktar. Er hér um að ræða venjulegan skólatíma og þess utan þann
starfstíma sem ákvarðaður er af stjórnendum skóla og þessara stofnana.
Hvar gildir vátryggingin
Slysatrygging skólabarna tekur til hvers skólabarns sem verður fyrir slysi í eða við
framangreindar uppeldisstofnanir og til eða frá heimili að þessum stofnunum.
Jafnframt gildir tryggingin á ferðalögum innanlands á vegum þessara stofnana
hvert sem farið er og í hvaða skyni sem er.
Hvað felst í vátryggingunni
Slysatrygging skólabarna tekur til hvers skólabarns sem verður fyrir líkamstjóni
eða dauða af völdum slyss, hvernig svo sem slysið ber að, hver svo sem á sök á því
og hvort sem slysið verður við nám eða leik.
Vátryggingarfjárhæðir
Hámarksfjárhæðir vegna andláts, örorku og slysakostnaðar koma fram á
vátryggingarskírteini eða endurnýjunarkvittun.
Slysakostnaður;eigin áhætta
Eigin áhætta í hverju einstöku tjóni vegna slysakostnaðar kemur fram á
vátryggingarskírteini og/eða endurnýjunarkvittun. Slysakostnaður er eingöngu
greiddur að því marki, sem hann fæst ekki greiddur úr öðrum vátryggingum eða
Tryggingastofnun ríkisins. Fjárhæðir breytast í samræmi við framfærsluvísitölu.
Slysakostnaður og sjálfsábyrgð foreldra
Með slysakostnaði er átt við útlagðan kostnað foreldra vegna bótaskylds
slysaatburðar t.d. óhjákvæmilegan ferðakostnað sem Tryggingastofnun ríkisins
greiðir ekki. Afleiddur kostnaður, svo sem vinnutap foreldra, bætist ekki.
Að öðru leyti gilda um tryggingu þessa almennir slysatryggingarskilmálar félagsins.
Samstarf heimila og skóla
Foreldrafundir
Gott foreldrasamstarf er ríkur þáttur í skólastarfinu. Samkvæmt aðalnámskrá bera foreldrar og forráðamenn frumábyrgð á uppeldi barna sinna. Almennir foreldrafundir hvers bekkjar eru í upphafi skólaárs og oftar ef ástæða þykir til. Foreldraviðtöl eru fjórum sinnum á skólaárinu. Á miðju hausti, á foreldradegi í janúar og á miðri vorönn.
Ýmist hitta nemendur og foreldrar/forráðamenn umsjónarkennara eða umsjónarkennarar boða foreldra til fundar eða í símaviðtal.
Kennarar og skólastjórnendur eru með viðtalstíma en þurfi foreldrar að fá viðtal við kennara utan þess tíma geta þeir hringt í skólann á skólatíma og óskað eftir viðtali. Sé kennarinn ekki við má skilja eftir skilaboð og hann hefur síðan samband.
Foreldrum er boðið á bekkjarkvöld sem haldnar eru einu sinni á önn. Foreldrar hafa ýmis tækifæri til að kynna sér skólastarfið og þeir eru ávallt velkomnir í skólann. Æskilegt er að þeir geri boð á undan sér.
Heimanám
Nauðsynlegt er að foreldrar fylgist með heimanámi barna sinna og veiti þeim aðhald. Heimanám það sem nemendum er ætlað að vinna dag hvern eða í vikunni á ekki að vera mikið eða íþyngjandi og er fært inn á mentor.is þar sem foreldrar geta fylgst með sínum börnum hafi þeir fengið lykilorð sent. Ef foreldrum finnst að heimanám sé of mikið, lítið, eða eitthvað annað er athugavert er um að gera að hafa samband við umsjónarkennra. Gott samband milli foreldra og kennara er alltaf til góðs.
Foreldrafélag
Á foreldrafundi í upphafi skólaársins eru kosnir fulltrúar foreldra í hverjum bekk sem síðan mynda bekkjaráð. Á fyrsta fundi bekkjaráðs sem jafnframt er almennur fundur foreldrafélagsins er kosin stjórn foreldrafélagsins. Þessir fundir eru opnir öllum foreldrum og kennurum skólans. Mikilvægt er að samstarf bekkjarfulltrúa og umsjónarkennara sé gott og fundað eftir þörfum. Við upphaf skólaárs eru kosnir bekkjarfulltrúar hvers bekkjar úr hópi foreldra sem eru tengiliðir foreldra og skólans.
Stjórn foreldrafélagsins 2014-2015
Stefán Már Gunnlaugsson formaður
Karen Hlín Halldórsdóttir
Kristín Þóra Ólafsdóttir
Magnús Þór Róbertsson
Margrét Arthúrsdóttir
Varastjórn: Júlíanna Ólafsdóttir, Magni Hjálmarsson
Foreldrasáttmáli
Á haustfundi með foreldrum hefur verið fjallað um foreldrasáttmála Heimilis og skóla. Sáttmálinn fjallar um ýmsar reglur í uppeldi barna á grunnskólaaldri og þeir foreldrar sem það vilja skrifa undir sáttmálann.
Útivistartími grunnskólanemenda
Börn 12 ára og yngri mega ekki vera úti eftir kl. 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn 13 til 16 ára skulu ekki vera á almannafæri eftir kl. 22:00. Börn 13 til 16 ára mega vera úti eftir þennan tíma séu þau á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Frá 1.maí til 1. sept. lengist útivistartíminn um tvær klukkustundir.
Símaskrár
Skólahúsnæði
Kennarastofa 470-3250
Faxnúmer 470-3259
Skólastjóri 470-3251
Aðstoðarskólastjóri 470-3252
Bókasafn 470-3253
Tónlistarskóli/Kennarar 470-3254
Húsvörður/skólaliðar 470-3255
Eldhús 470-3256
Fundar-/sérfr.stofa 470-3257
Íþróttahús 473-1492
Sundlaug 473-1499
Félagsmiðstöð 473-1434
Starfsfólk/símaskrá 2015-2016
1. Aðalbjörn Björnsson 4731108/ 8614256 aðalbjörn@vopnaskoli.is
2. Ása Sigurðardóttir 4731418 / 8611418 asa@vopnaskoli.is
3. Ásta Hanna Gunnsteinsdóttir 4731239/ 8676864 astahanna@vopnaskoli.is
4. Baldur Hallgrímsson 4731564 / 8668731 baldurhl@vopnaskoli.is
5. Baldvin Eyjólfsson 8986304
6. Berglind Wiium Árnadóttir 4731880 / 8618712 berglwiium@hotmail.com
7. Bjartur Aðalbjörnsson 4731108/8439759 bjartur@vopnaskoli.is
8. Dagný S. Sigurjónsdóttir 4622303 / 865723 dagnys@vopnaskoli.is
9. Elín Dögg Methúsalemsdóttir 4731296 / 8650426 ellameth@vopnaskoli.is
10. Heiðbjört Antonsdóttir 4731218 /8951218 heidbjort@vopnaskoli.is
11. Ingibjörg Hrönn Róbertsdóttir4731110 /8486666 hronn@vopnafjarðarhreppur.is
12. Jóna Benedikta Júlíusdóttir 4731439/ 8451192 benna@vopnafjarðarhreppur.is
13. Kristín Jónsdóttir 4788139 /8688139 kristin@vopnaskoli.is
14. Margrét Arthúrsdóttir 4731535 / 8690148 holmi5@vortex.is
15. Margrét Gunnarsdóttir 4731348/ 8615948 bokasafn@vopnafjarðarhreppur.is
16. Monserrat Arlette Moreno 4731450/ 8963903 arletteislandia@yahoo.com
17. Rannveig Guðjónsdóttir 4731545 fagrabrekka@hotmai
18. Sigríður Elva Konráðsdóttir 4731417 / 8489768 sirra@vopnaskoli.is
19. Sigurveig Hreinsdóttir 4731570 / 8677398 veiga66@simnet.is
20. Silvía Björk Kristjánsdóttir 4731899 / 8638713 silvia@vopnaskoli.is
21. Sólrún Dögg Baldursdóttir 4731888 / 867859 solrun@vopnaskoli.is
22. Stephen Yates 4703254 / 8581916 sjymusic@gmail.com
23. Svava Birna Stefánsdóttir 4731342 / 8641342 svavabirna@vopnaskoli.is
24. Unnur Ósk Unnsteinsdóttir 4681180 / 6917354 unnurosk@vopnaskoli.is
25. Þórunn Indriðadóttir 4627397 / 8940115 thorunni@simnet.is
Skólabílstjórar
26. Einar Björn Kristbergsson 8987944 / 4731282 / bíll;8988544
27. Heiðar Kristbergsson 8938339
28. Friðrik Sigurjónsson 8497316 / 4731482
29. Svanur Arthúrsson 4731450 / 8469618
Skólahúsnæði o.fl.
Kennarastofa 470-3250
Skólastjóri 470-3251
Aðstoðarskólastjóri 470-3252
Bókasafn 470-3253
Tónlistarskóli 470-3254/8581916
Húsvörður/skólaliðar 470-3255
Eldhús 470-3256
Fundar- sérfræðiherbergi 470-3257
Íþróttahús 473-1492
Sundlaug 473-1499
Félagsmiðstöð 473-1434
Heilsugæsla/ Apótek 470-3070/4731109
Símaskrá nemenda 2015-2016 87 nemendur
1. bekkur 7
Alex Leví Svövuson 4731342
Baldur Geir Hlynsson 4731888
Benoní Hreinn Bárðarson 4731570
Freyr Þorsteinsson 478-31296
Hákon Bragi Sölvason 4751106
Lilja Sveinsdóttir 4731590
Ragnheiður Kristín Eiríksdóttir 4731374
2. bekkur 7
Aron Daði Thorbergsson 5176568
Ásdís Fjóla Víglundsdóttir 4731880
Berglind Vala Sigurðardóttir 4731561
Jaden Daníel Wade 8552277
Jón Sigþór Sveinbjörnsson 8602976
Lilja Björk Höskuldsdóttir 4731508
Þórhildur Inga Hreiðarsdóttir 4731295
3. bekkur 10
Árni Rúnar Agnarsson 4731323
Bríet Vala Jörgensdóttir 4731214
Böðvar Ingvi Guðjónsson 4731398
Erlingur Páll Emilsson 4731335
Haraldur Ingi Ingvarsson 4731222
Jóvin de Haan 4681533
Malen Guðný Magnadóttir 4731127
María Björg Magnúsdóttir 4731536
Snædís Tinna Sveinsdóttir 4731590
Valdimar Orri Sigurjónsson 5516474
4. bekkur 6
Elísabet Oktavía Þorgrímsdóttir 4681598
Helena Rán Einarsdóttir 4681180
Ísabella Eir Thorbergsdóttir 5176568
Kristján Breki Sölvason 4751106
Magnús Örvar Sveinsson 4731125
Róbert Nökkvi Jörgensson 4731214
5. bekkur 8
Amanda Lind Elmarsdóttir 4731377
Aníta Ýr Magnadóttir 4731127
Díana Mist Heiðarsdóttir 4731535
Elísa Hrönn Róbertsdóttir 4731558
Ester Eva Víðisdóttir 4615777
Karólína Dröfn Jónsdóttir 4731818
Sigurásta G. Ólafsdóttir 8997600
Sóley de Haan 4681533
6. bekkur 12
Eiður Orri Ragnarsson 4731280
Einar Ólafur Thorbergsson 5176568
Eva Lind Magnúsdóttir 4731536
Guðný Alma Haraldsdóttir 4731459
Guðrún Sóley Halldórsdóttir 4627397
Hákon Ingi Stefánsson 4731363
Hekla Karen Önnudóttir 4731469
Íris Hrönn Hlynsdóttir 4731888
Kamilla Huld Jónsdóttir 4731818
Maríanna Freysdóttir 4721218
Sara Líf Magnúsdóttir 4731536
Þorgerður Mist Jóhannsdóttir 4731418
7. bekkur 9
Áslaug Dóra Jörgensdóttir 4731214
Bergþóra Marin Sveinsdóttir 4731125
Filippus Freysson 4721218
Hallmar Arnarsson 4731265
Hera Marin Einarsdóttir 4681180
Hjálmar Þráinsson 4731430
Marta Elísdóttir 4712665
Mikael Viðar Elmarsson 4731377
Sindri Þorsteinsson 4731296
8. bekkur 10
Árni Fjalar Óskarsson 4731155
Björgvin Geir Garðarsson 4731549
Gígja Björg Höskuldsdóttir 4731508
Heiðar Snær Ragnarsson 4731280
Helga María Einarsdóttir 4731323
Indía Rebekka Jónsdóttir 4731497
Ísak Aron Víðisson 4615777
María Björt Guðnadóttir 4731880
Sigurbjörg M. Þorsteinsdóttir 4731526
Viktoría Einarsdóttir 4731344
9. bekk 8
Benedikt Blær Guðjónsson 5176568
Borghildur Arnarsdóttir 4731265
Haukur Sigurjónsson 5516474
Justyna Walejko 7734168
Krystian Miroslaw Walejko 7734168
Lovísa Líf Þorkelsdóttir 4812114
Mikael Grönvold Jónsson 4731404
Viktoría Hulda Þorgrímsdóttir 4681598
10. bekkur 10
Aðalsteinn Björn Þórðarson 5881298
Anna Guðný Elísdóttir 4712665
Aron Logi Hlynsson 4731888
Ásmundur Ólafsson 8997600
Ásta Ísfold Kristjánsdóttir 4731553
Guðmundur Helgi Þorbergsson 4731295
Hallgrímur Freyr Baldursson 4731564
Harpa Lind Sigurðardóttir 4731561
Sigurður Jóhannsson 4731418
Viktor Alexander Skúlason 4731570