Árshátíð skólans er 8. apríl og verður með sama hætti og mörg undanfarin ár (fyrir covid), dagsýningin er kl. 14.00 og kvöldsýning
kl. 20.00. Góðum tíma er varið í undirbúning, síðasta vikan nánast eingöngu tileinkuð hátíðinni og á fimmtudagsmorgni er lokaæfing.
Í stað hefðbundins bóknáms læra nemendu annað sem heyrir undir aðalnámskrá eins og sviðslist, sköpun, framkomu, einbeitingu, aga og hegðun á svona samkomum..
Á árshátíðardaginn er ekki skólastarf fyrir hádegi en nemendur eiga að mæta hálftíma fyrir dagsýningu og vel fyrir kvöldsýningu. Allir nemendur og starfsfólk koma á einhvern hátt að hátíðinni.
Nemendum er raðað í sæti eftir aldri, yngstu fremst og svo koll af kolli eins og plássið leyfir. Elstu leikskólanemendum er ætlað sæti á fremsta bekk á dagskemmtun. Ætlast er til að foreldrar nemenda í 2.-3. bekk hafi eftirlit með sínum börnum eftir að þeirra atriðum lýkur á kvöldsýningu.
Skólaakstur er á og af báðum sýningum.
Kaffihlaðborð er í hléi eins og endranær.
Að venju eru nemendur í 7.-10. bekk beðnir að koma með kökur og annað bakkelsi og skila í Miklagarð kl. 10-11 á árshátíðardaginn.
Vonandi verður góð aðsókn og allir skemmti sér vel.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 470 3250 / Stafrænt leyfisblað er á heimasíðu skólans.