Í dag kom veltibíllinn í heimsókn til okkar og fengu nemendur og starfsfólk snúning og allir með beltin spennt. Einnig héldum við bleika daginn hátíðlegan eins og flestir skólar landsins. Við klæddumst bleiku og borðuðum bleikt skyr í hádeginu. Þátttaka nemenda og starfsfólks var mjög góð og mikil stemming var í skólanum.
Í næstu viku er svo frí hjá nemendum vegna menntaferðar starfsfólks.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 470 3250 / Stafrænt leyfisblað er á heimasíðu skólans.