Skúli Bragi Geirdal kemur á Vopnafjörð og heldur fyrirlestra fyrir nemendur um börn og netmiðla í Vopnafjarðarskóla fimmtudaginn 4. maí.
Foreldrafélag Vopnafjarðarskóla og Vopnafjarðarhreppur býður foreldrum síðan upp á fyrirlestur fyrir foreldra um "Börn og netmiðla" sama dag kl. 16.00.
Vonandi sjá sér sem flestir fært að mæta.
Nánar um fyrirlesturinn, Börn og netmiðlar.
Hvers virði eru upplýsingarnar um okkur og hvað greiðum við fyrir aðgang okkar að samfélagsmiðlum? Skúli B. Geirdal fjölmiðlafræðingur og verkefnastjóri hjá Fjölmiðlanefnd fer hér yfir mikilvægi þess að vera læs á upplýsingar og miðla í nútíma samfélagi. Hvernig virka algóritmar samfélagsmiðlanna? Hvað þarf að hafa í huga varðandi samskipti á netinu, áreiti frá ókunnugum og deilingu nektarmynda? Hvaða aldurstakmörk eru á samfélagsmiðlum og afhverju? Erindið byggir á niðurstöðum rannsóknar Fjölmiðlnefndar og Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands um börn og netmiðla.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 470 3250 / Stafrænt leyfisblað er á heimasíðu skólans.