Ágætu foreldrar og nemendur
Skólastarfið hélt áfram í morgun með sama hætti og fyrir helgi. Vegna þess að reglur um samskipti eldri nemenda hafa verið hertar, sérstaklega 2 m reglan milli borða og í öðrum samskiptum, höfum við ákveðið að nemendur úr 7.-10. bekk verði heima á morgun og verður þeim kennt í fjarkennslu í gegnum tölvu eða síma. Kennarar kynntu þetta fyrir nemendum í morgun og biðjum við foreldra að fylgjast með nemendum eins og þeir geta. Þá er nemendum í sumum greinum sett fyrir heimanám með hefðbundnu sniði. Hjá öðrum aldurshópum verður fyrirkomulagið óbreytt.
Eins og allir gera sér grein fyrir er þetta allt breytingum háð og við tökum bara einn dag í einu.
Með von um skilning í erfiðri stöðu.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 470 3250 / Stafrænt leyfisblað er á heimasíðu skólans.