Á bolludaginn mega nemendur koma með bollur í nestinu og á sprengidaginn er saltkjöt og baunir í matinn.
Öskudagurinn er öðruvísi skóladagur eins og verið hefur hjá okkur í mörg ár. Nemendur mæta kl. 8:30 og um kl. 9 er farið í íþróttahúsið. Þar er byrjað á því að allir segja fyrir hvað búningur þeirra standi. Kötturinn er sleginn úr tunnunni þar sem nemendum er skipt í yngri og eldri flokka. Þegar því er lokið fara nemendur út af örkinni, ganga um bæinn, heimsækja stofnanir og vinnustaði, syngja og fá eitthvað gott í gogginn. Skólastarfi lýkur kl. 13:30 en gæslu á venjulegum tíma. Vetrarfí er síðan fimmtudag og föstudag.