Stundatafla skólans hefur tekið þeim breytingum að kennsla hefst kl. 8:30 í stað 8:10. Skólinn opnar kl. 7:50 og fram að kl. 8:30 eru stofur opnar og kennarar og annað starfsfólk hefur eftirlit með nemendum sem finna sér eitthvað til dundurs. Markmiðið er að skapa rólegra og afslappaðra andrúmsloft en kl. 8:15 stendur nemendum til boða að fá ávexti og hafaragraut. Nestitímar á yngra og miðstigi eru um miðjan morgun þar sem kennari les fyrir bekkinn er ætlast er til að nemendur komi með hollt og gott nesti með sér. Þegar tvær vikur eru liðnar hefur verið góð reynsla af þessum breytingum.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 470 3250 / Stafrænt leyfisblað er á heimasíðu skólans.