Litla upplestrarkeppnin, svokallaða, fór fram hjá okkur í gær og var mjög gaman að hlusta á krakkana lesa. Ekki er um keppni að ræða heldur lesa krakkarnir skemmtilega texta og ljóð, hvert fyrir sig, nokkur saman og öll saman í kór. Það eru krakkar í 4. bekk sem árlega æfa og lesa á hátíðinni sem haldin er árlega. Mæting var mjög góð en foreldrum, öfum og ömmum og systkinum er boðið. Krakkarnir stóðu sig með prýði, voru einbeitt og vönduðu sig sem er mikið atriði. Á eftir var boðið upp á kaffi og meðlæti sem krakkarnir komu með. Takk fyrir ánægjulega stund.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 470 3250 / Stafrænt leyfisblað er á heimasíðu skólans.