Í dag fengum við heimsókn frá Skaftfell, Listamiðstöð Austurlands, þar sem nemendur í 8. - 10. bekk fengu tækifæri til að vinna með innsetningalist.
Markmið verkefnisins miðast að því að gefa þáttakendum tækifæri að vinna með innsetningalist sem form þar sem notast er við mismunandi miðla eins og ljósmyndun og skúlptúrgerð til að búa til innsetningu í rými. Með því að vinna með insetningar gefst gott tækifæri til að horfa á sitt daglega rými (kennslustofuna) með nýjum augum og sjá hvernig hægt er að breyta rými með einföldum inngripum. Í þessari smiðju gefst þáttakendum tækifæri að skoða umhverfi sitt upp á nýtt, bæði út frá útsýni og sjónrænum áhrifum en einnig út frá mannfræðileg sjónarhorni með rýni í þjóðsögur. Í smiðjunni munu nemendur vinna saman í hópum og skapa saman listaverk og gefur það gott tækiværi á samsköpun og samvinnu.
Takk fyrir komuna Solveig, þetta var skemmtilegt uppbrot í skólastarfinu.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 470 3250 / Stafrænt leyfisblað er á heimasíðu skólans.