Upplestrarkeppnin í Vopnafjarðarskóla

Upplestrarkeppnin í 7. bekk var haldin á sal skólans þriðjudaginn 4. mars. Krakkarnir stóðu sig allir mjög vel enda hafa þau verið dugleg að æfa sig. Fulltrúar Vopnafjarðarskóla á Héraðshátíðinni sem haldin verður á Egilsstöðum 25. mars eru þær Aldís Lílja Ívarsdóttir og Linda Rós Harðardóttir. Varamaður þeirra er Annika Freydís Magnúsdóttir, til hamingju stelpur.