Í næstu viku verður skólahaldið að stórum hluta tileinkað komu jólanna.
13. desember skreyta nemendur stofurnar. Söngstund þar sem við skiptum nemendum í tvo hópa,
14. des. er jólabíó.
15. des. er jólaföndur og kakó þar sem nemendur mega koma með kökur með kakóinu sem í boði er.
16. des. er áfram jólaföndur, í hádeginu er ,,jólamáltíð" skólans þar sem boðið er upp á jólamat, starfsfólk þjónar til borðs og mælst er til þess að allir séu jól í rauðu eða jólalegum fötum.
17. desember eru litlu jólin.
Á litlu jólunum eru stofujól þar sem nemendur skiptast á pökkum. Miðað er við að pakkarnir séu á verðbilinu 700 til 1100 kr.
Litlu jólin verði með breyttu sniði þannig að aðeins yngri nemendur dansa í kringum jólatré því enn eru fjöldatakmarkanir í grunnskólum.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 470 3250 / Stafrænt leyfisblað er á heimasíðu skólans.