Á foreldradegi er engin kennsla og mæta nemendur aðeins í foreldraviðtöl.
Markmiðið með þessum degi er að hlú að góðu samstarfi skólans og foreldra.
Nemendur koma með foreldrum sínum í boðað viðtal við umsjónarkennara.
Auk viðtalstímans eru stjórnendur, aðrir kennarar og starfsfólk til viðtals..
Foreldrar eru hvattir til að nýta þetta vel til að stuðla að betri árangri og líðan barnanna í skólanum.
Foreldrum og nemendum er boðið upp á léttan hádegisverð, frá kl. 12:20, sem skráður er á viðkomandi börn.
Þessi dagur átti að vera daginn áður en vegna ferðar 8.-9. bekkinga á SamAust á miðvikudagskvöldið hentar betur að ekki sé skóladagur daginn eftir hjá þeim.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 470 3250 / Stafrænt leyfisblað er á heimasíðu skólans.