Foreldrafélag Vopnafjarðarskóla býður til fyrirlestrar á vegum félagsins

 

Þriðjudagskvöldið 3.október n.k. býður foreldrafélag Vopnafjarðarskóla upp á fyrirlestur fyrir foreldra á sal skólans.

Til okkar kemur sálfræðingurinn Eyjólfur Örn Jónsson og ræðir ýmis málefni sem huga þarf að varðandi unga fólkið okkar t.d. internet- og snjallsímanotkun.

Í fyrirlestrinum mun Eyjólfur ræða ýmis vandamál sem tengjast netnotkun t.d. ofnotkun/fíkn, klám, einelti og ofbeldi, umsátur, persónuþjófnað og fleira. Hann fer yfir hættur internetsins og hvernig best er að takast á við þær og hjálpa börnum okkar og unglingum að fóta sig í netheimum.

Fyrirlesturinn hefst kl. 20 og stendur í um það bil 1 klst.

Að fyrirlestrinum loknum mun Eyjólfur svara fyrirspurnum frá foreldrum.

Eyjólfur mun einnig halda fyrirlestur og spjalla við nemendur eldri bekkja skólans þennan sama dag á skólatíma.

Nánari upplýsingar um Eyjólf Örn Jónsson má finna á vefnum persona.is.

Fjölmennum og fræðumst, eflum unga fólkið og okkur sjálf .