Góð skólabyrjun

Skólaárið hjá okkur fer ágætlega af stað.

Við náðum að nýta þessa örfáu góðvirðisdaga í byrjun skólaárs til útivistar.

Við fórum í berjaferð upp með Gljúfursá þar sem sumir týndu ber á meðan aðrir fóru að vaða í ánni. Flestir bekkir eru einnig búnir að fara í haustferðir, farið var á Fagrafjallið, á Straumeyrina og gengið upp með Þverárgili.

Miðstigið stefnið svo á að fara í haustferð í Mývatnssveit.

Við höfum líka fengið heimsóknir í haust og margt á döfinni.

Þar er fyrst að nefna heimsókn frá List fyrir alla þar sem nemendur í 3. - 6. bekk sömdu sameiginlega sögu með leiðbeinendum. Í framhaldinu taka allir nemendur skólans þátt í lestrarátaki sem stendur til 6. október þar sem keppt er við aðrar skóla á Austurlandi.

Það er margt skemmtilegt framundan hjá okkur í vikunni. Þorgrímur Þráinsson kemur í heimsókn með fyrirlestur fyrir 9.og 10. bekk. Fyrirlesturinn heitir “Verum ásfangin af lífinu", Hann fjallar m.a. um að bera ábyrgð á sjálfum sér, sýna samkennd, þrautseigju og koma fallega fram.  Fyrirlesturinn fyrir miðstigið heitir “Tendrum ljós fyrir lestur” og er hvatning fyrir lestri.

Á fimmtudaginn fer lítill hópur nemenda úr 9. og 10. bekk á Starfamessu á Egilsstöðum. Á Starfamessu er verið að kynna ýmis störf og fyrirtæki á Austurlandi.

Hluti af nemendum á unglingastigi eru á leið í námsferð til Hollands og tekur þar þátt í Erasmus verkefni um mannréttindi og lýðræði.

Í lok september er svo stefnan sett á grunnskólamótið á Laugum þar sem keppt verður í ýmsum íþróttagreinum.