Hnettir

Í vor vann 6. bekkur Vopnafjarðarskóla, Baldur smíðakennari og myndlistarmaðurinn Sigrún Lara Shanko samstarfsverkefnið "Hnettir". Efniviður verksins voru gamlar netkúlur út plasti og gamalt leirtau sem krakkarnir brutu niður og bjuggu til mósaik myndir á kúlurnar. Verkefnið tókst vel og er til sýnist á blettinum hjá Glæsibæ. Við þökkum Sigrúnu kærlega fyrir samstarfið og hugmyndina að verkefninu.