LEGO meistarar 2024

Um helgina fóru nemendur og kennarar skólans í góða ferð til Reykjavíkur. Þar keppti liðið í tækni- og hönnunarkeppni First LEGO League sem fram fór í Háskólabíói. Liðið gerði sér lítið fyrir og sigraði keppnina og var DODICI- First LEGO League meistarar 2024. Um 200 nemendur víðsvegar á landinu tóku þátt í keppninni og skipuðu 20 lið. DODICI-  vann vélmennakappleikinn og varð í öðru sæti í bestu hönnun og forritun vélmennis. Að þessu sinni fjallaði nýsköpunar verkefnið þeirra um vistkerfi fyrir kaldsjávarkóralla og notuðu nemendur tækifærið og heimsóttu Hafrannsóknarstofnun sem var mjög áhugavert og skemmtilegt. Mjög vel heppnuð ferð og frábært árangur hjá DODICI- og kennurum þeirra, Sólrúnu Dögg og Berglindi Ósk. Til hamingju öll.