Jóel Sæmundsson, leikari, verður með leikslitarnámskeið vikuna 22.-26. janúar fyrir alla nemendur skólans . Síðan mun hann koma aftur og aðstoða okkur við árshátíðina og leikstýra stóra leikritinu.
Leiklistarnámskeiðið er ætlað fyrir grunnskóla úti á landi. Miðað er við að ná eins mikið af markmiðum námsskrár við leiklist fyrir grunnskóla. Krakkarnir fá þjálfun í því hvernig koma skuli fram við annað fólk, þau læra að virða hvert annað og losa hömlur sem svo oft liggja á börnum ogunglingum. Þau læra að tjá sig og koma frá sér hugsunum sínum á uppbyggilegan hátt. Þeim er kennt að mistök eru eitthvað sem menn verða að gera til að læra. Þetta er einnig tilvalið tæki gegn einelti. Veikleiki hvers og eins getur verið styrkleiki.
Það sem lögð er áhersla á og unnið með á námskeiðinu er.
Spuna. Spuni hjálpar að losa hömlur og gera misstök sem við getum notað til að átta okkur á að mistök geta verið verðmætt tækifæri til að læra. Líkamsvinnu, kenna þeim að beita líkamanum rétt, það hjálpar sjálfsöryggi. Jákvæða hugsun, vinna með "law of attraction." Hinir ýmsu leiklistarleikir og æfingar notaðar til að ná markmiðum, og aðalmarkmiðinu, að sjálfsstyrking eigi sér stað í hverjum krakka.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 470 3250 / Stafrænt leyfisblað er á heimasíðu skólans.