Í september fóru fimm nemendur skólans ásamt tveimur kennurum í Errasmus námsferð til Haag í Hollandi. Við nýttum fyrsta daginn í smá kynningu á verkefni vikunnar, hittum krakkana frá hinum þátttöku löndunum átta og skoðuðu okkur um. Á sunnudeginum og mánudeginum unnum við hópverkefni um mannréttindi og kynntu verkefnin okkar. Á þriðjudeginum fórum við og heimsóttum stofnanir í Haag. Þar hlustuðum við á fyrirlestra um t.d. innflytjendamál en einnig fórum við í hús sameinuðu þjóðanna og fengum fyrirlestur frá Alphons Orie, dómara, sem dæmdi í mörg ár mál tengd stríðsglæpum í Júgóslavíu og Rúanda. Um kvöldið var kvöldvaka þar sem Ísland og Búlgaría buðu öðrum þátttakendum í mat (kjötsúpa, marengs og fleira) og við héldum kynningu um Ísland. Síðan tók við frjáls dagur en þá fórum við í skoðunar- og verslunarferðir. Fimmtudagur og föstudagur var svo nýttur í mat á verkefninu og heimferð.
Þetta var virkilega vel heppnuð og lærdómsrík ferð og þökkum við öllum sem styrktu okkur til ferðarinnar kærlega fyrir.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 470 3250 / Stafrænt leyfisblað er á heimasíðu skólans.