Í dag kom Salka Sól til okkar í heimsókn á vegum foreldrafélagsins. Aðalerindi hennar var fræðsla um einelti fyrir 7.-10. bekk. Sagði hún frá erfiðri reynslu sinni af því að vera lögð í einelti auk þess að ræða við nemendur og svara spurningum þeirra.
Á eftir kom Ronja Ræningjadóttir til sögunnar fyrir 1.-7. bekk, sagði frá leikritinu, persónunni, og söng fyrir krakkana.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 470 3250 / Stafrænt leyfisblað er á heimasíðu skólans.