Prófafyrirkomulagið er breytt frá því áður að því leyti að búið er að renna kjarnafögunum saman og verður prófið í tveimur hlutum. Í fyrri hlutanum (7. og 8. mars) verður prófað í íslensku og hluta af ensku en í seinni hlutanum (9. og 10. mars) verður prófað í stærðfræði og hluta af ensku. Þótt enskan sé prófuð með íslensku og stærðfræði fá nemendur einkunnir fyrir hvert fag eins og áður.
Þar sem um tvo árganga er að ræða verður prófað á fjórum dögum, tveim fyrir hvorn prófhluta. Tvær próflotur verða haldnar hvorn dag, samtals fjórar próflotur fyrir hvorn hluta. Það er gert til að skólar geti skipt nemendahópnum, sé þess þörf. Á það einkum við um stærri skóla þar sem fjöldi nemenda er meiri en fjöldi tækja.
Skólastjórar ákveða hvenær hver nemandi fer í prófið og því er ekki nauðsynlegt að skipta fyrirlögnum niður á bekki eða árganga. Eingöngu þarf að gæta þess að allir nemendur 9. og 10. bekkjar taki fyrri hluta prófsins þann 7. eða 8. mars og seinni hlutann þann 9. eða 10. mars.
Sem dæmi fer nemandi í 9. bekk í fyrri hlutann þriðjudaginn 7. mars og seinni hlutann föstudaginn 10. mars. Nemandi í 10. bekk fer í fyrri hlutann miðvikudaginn 8. mars og seinni hlutann fimmtudaginn 9. mars.
Próftími er tvær og hálf klukkustund. Skólar hafa svigrúm til að hefja próf á bilinu 8:00 til 8:45 og miðast því upphaf síðari lotunnar við það hvenær fyrri lota hefst.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 470 3250 / Stafrænt leyfisblað er á heimasíðu skólans.