Öskudagurinn fór fram með pompi og prakt í skólanum okkar á miðvikudag. Nemendur mættu í skemmtilegum búningum og mátti sjá fjölbreytt úrval persóna úr ævintýrum, teiknimyndum og dægurmenningunni. Stemningin var einstaklega góð og gleðin skein úr hverju andliti.
Eftir stutta samveru í heimastofu söfnuðust nemendur saman í íþróttahúsinu þar sem allir kynntu sig. Síðan var kötturinn sleginn úr tunninni og fékk hver og einn nemandi tækifæri til að slá í tunnuna og spennustigið var hátt þegar kötturinn datt loksins úr tunnunum. Það voru þær Adríana Ósk í 3. bekk og Aldís Lilja í 7. bekk sem áttu heiðurinn af því að slá síðustu höggin og hlutu að launum glæsilegan vinning.
Síðan héldu nemendur út í bæ þar sem þeir sungu fyrir starfsfólk fyrirtækja. Börnin fengu góðar viðtökur alls staðar og snéru aftur í skólann með nammipoka í hönd og góðar minningar eftir daginn.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 470 3250 / Stafrænt leyfisblað er á heimasíðu skólans.