Skólinn verður settur fimmtudaginn 20. ágúst kl. 10. Eftir stutta skólasetningu á sal skólans fara nemendur með umsjónarkennara í bekkjarstofur. Vegna Covid reglna er því miður ekki hægt að bjóða öllum foreldrum á skólasetningu. Engu að síður er foreldrum nemenda sem eru að byrja í skólanum í 1. bekk boðið á setninguna í salnum en geta því miður ekki farið í skólastofu vegna 2 m reglunnar. Gert er ráð fyrir að þetta taki um 40 mínútur.
Skóli hefst samkvæmt stundaskrá föstudag kl. 8:30.
Sundkennsla hefst ekki fyrr en 1. september og því þurfa nemendur að hafa með sér íþróttaföt fram að því.
Hafragrautur og ávextir verða í boði áður en kennsla hefst á morgnana en ætlast er til að nemendur hafi með sér hollt nesti alla daga.
Skólinn er opnaður kl. 7:50 fyrir þá nemendur sem þurfa á því að halda en æskilegt er að nemendur séu að koma í skólann milli kl. 8-8:30 og er mjög gott að æfa yngri krakkana í að ganga í skólann í góða veðrinu í ágúst-september.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 470 3250 / Stafrænt leyfisblað er á heimasíðu skólans.