Skólasetning

Í gær 22. ágúst var Vopnafjarðarskóli settur.

Skólastjóri ávarpaði nemendur og foreldra/forráðamenn þeirra og upplýsti um hagnýt atriði varðandi skólastarfið.

Í haust hefja 74 nemendurt nám við skólann og starfsmenn eru 22 í misháu starfshlutfalli.
Eftir stutta athöfn á sal skólans fóru nemendur með umsjónarkennurum í sínar heimastofur þar sem línurnar voru lagðar fyrir skólastarfið í vetur.

Teymiskennsla verður á öllum skólastigum og áhersla á mikið og gott samstarf kennara.

Boðið verður upp á skóladagvist fyrir 1.-4. bekk frá 7.50-8.30. Eftir skóla er opið frá 13.30-15.30 alla daga.

Skólinn opnar kl. 8.15 fyrir eldri nemendur og þá sem ekki eru í frístund.

Nú er boðið upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í skólanum.

Skólastjóri lagði áherslu á að gott samstarf heimilis og skóla væri grundvöllur að farsælu námi barnanna okkar.

Kennsla hófst síðan í dag samkvæmt stundaskrá.