Vopnafjarðarskóla var slitið föstudaginn 2. júní. Nemendur skólans tóku við vitnisburði og kvöddu umsjónarkennara sína. Að þessu sinni voru 12 nemendur að útskrifast úr 10. bekk.
Sigríður Elva Konráðsdóttir skólastjóri flutti ræðu við skólaslitin og fór yfir skólaárið og talaði líka sérstaklega til 10. bekkjar sem voru að ljúka sinni grunnskólagöngu.
Skólastjóri þakkaði öllum nemendum skólans sérstaklega fyrir hve vel þeir hefðu staðið sig þegar þeir hafa komið fram fyrir hönd skólans og verið skólanum til sóma.
Sigríður Elva kvaddi Friðrik Sigurjónsson, skólabílstjóra. Friðrik hefur verið skólabílstjóri við Vopnafjarðarskóla í 35 ár. Hann hefur verið sérstaklega farsæll og góður skólabílstjóri og fyrir hönd starfsfólks og nemenda þakkaði hún honum frábært samstarf og óskaði honum alls hins besta.
Nemendur í 6. og 10. bekk fengu viðurkenningar í verklegum greinum og tveir nemendur í 10. bekk fengu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur.
Nemendur úr Tónlistaskóla Vopnafjarðar fluttu tónlistaratrið undir stjórn Stephen Yates.
Að lokum þakkaði Sigríður nemendum, foreldrum og starfsfólki fyrir gott samstarfið á skólaárinu.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 470 3250 / Stafrænt leyfisblað er á heimasíðu skólans.