Skólastarf frá 4. maí

Eins og komið hefur fram hefst hefðbundið skólastarf mánudaginn 4. maí fyirr alla nemendur og hefst kennsla kl. 8:30. 
Skólinn opnar frá kl. 7:50 fyrir börn sem þess þurfa og lengri viðvera, gæsla, til kl.15 og til kl.14 á mánudögum. 
Sundkennsla hjá nemendum í 1.-7. bekk hefst þriðjudaginn 5. maí og þurfa því nemendur að hafa með sér sundföt. 
Íþróttakennsla og hreyfing útivið verður hjá 8.-10. bekk í maímánuði.
Boðið verður upp á hafragraut að morgni. 
Mikilvægt er að krakkarnir séu vel nestaðir með hollt og gott nesti.
Kveðja
Skólastjóri