Í morgun lögðu keppendur Vopnafjarðarskóla af stað í Legó keppnina í Reykjavík en keppnin er haldin í Háskólabíói. Í dag notuðu krakkarnir m.a. tímann til að setja kynningarbásinn upp og fleira. Á morgun hefst svo keppnin en þá þurfa krakkarnir m.a. að kynna nýsköpunarverkefnið sitt, útskýra hönnun og forritun á vélmenninu sínu og keppa í vélmennakappleik en einnig horfa dómarar til liðsheildar keppenda. Beint streymi er frá vélmennakeppleiknum og verður DODICI- á sviðinu kl. 10:05, 11:00, 12:55 og 13:55. Hver kappleikur tekur 2 og 1/2 mínútu. Gangi ykkur vel DODICI- og liðstjórar.
Meðfylgandi eru nokkrar myndir frá deginum og frá kynningu sem krakkarnir héldu sl. miðvikudag.
Hér er hlekkur inná facebook síðu FIRST LEGO league Íslands: https://www.facebook.com/FLLaIslandi
Hlekkur á streymi keppninnar: https://vimeo.com/event/2611022/embed/bc76d55844?fbclid=IwAR3XiVXg3jSo9n1su4RHIVL7YzR4uayvcJFVGlBZvhdDJePEhIvJ4fdonBk
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 470 3250 / Stafrænt leyfisblað er á heimasíðu skólans.