Skólasetning Vopnafjarðarskóla

Í dag 22. ágúst var skólinn settur, skólstarfið hefst á morgun kl. 8.30.

Í upphafi skólaárs eru 72 nemendur við skólann.

Vonandi eru allir endurnærðir eftir  sumarfríið og tilbúnir að takast á við verkefnin framundan. 

Vopnafjarðarskóli vinnur undir kjörorðunum virðing, ábygð og vellíðan.

Munum öll eftir að hafa þessi kjörorð í huga og skapa þannig góðan anda og viðhalda góðu skólasamfélagi.