7. og 8. bekkur Vopnafjarðarskóla unnu legókeppnina og eru First Lego League meistarar 2021.
Við óskum nemendum og umsjónarmanni, Sólrúnu Dögg og öðrum kennurum til hamingju með þennan frábæra árangur.
Markmið Lego-keppninnar er að vekja áhuga ungmenna á vísindum og tækni, efla sjálfstraust þeirra og lífsleikni.
Vegna Covid-19 samkomutakmarkanna varð að fresta keppninni fram yfir áramót og að lokum varð hún rafræn.
Þema hvers árs er byggt á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og varð þema ársins 2021 vöruflutningar (e. Cargo Connect) sem tengist Heimsmarkmiði nr. 9: Nýsköpun og uppbygging.
Keppt er í fjórum atriðum: forritun og hönnun, nýsköpunarverkefni, liðsheild og vélmennakappleik.
First Lego League er alþjóðleg Lego keppni sem nær til yfir 600.000 ungmenna í 110 löndum víða um heim og hefur Háskóli Íslands haldið utan um keppnina á Íslandi síðan árið 2005.
Aðalkeppnin fer fram í Álasundi í Noregi 12. mars 2022.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 470 3250 / Stafrænt leyfisblað er á heimasíðu skólans.