Fyrstu viku skólans í svokölluðu samkomubanni er að ljúka. Starfsemi skólans þessa viku er fordæmalaus og aldrei hefur nokkuð í starfi skólans verið þessu líkt. Þó að alltaf fylgi starfi skóla nokkuð álag er óhætt að segja að þessi vika hafi verið á allt öðru stigi hvað það varðar. Það sem hefur þó einkennt starfið eru rólegheit enda nánast engin samskipti á milli þeirra hópa sem nemendum er skipt í. Þá hafa nemendur nánast undantekningarlaust tekið nýju reglunum um samskiptin mjög alvarlega. Frímínútur þar sem einn hópur er úti í einu er með allt öðrum hætti og hádegismaturinn einkennist af rólegu andrúmslofti og miðað er við að hver kennari/starfsmaður eigi aðeins í samskiptum við einn hóp. Engin kennsla er í íþróttum og verkgreinum en lögð áhersla á kennslu í íslensku og stærðfræði með fjölbreyttum hætti.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 470 3250 / Stafrænt leyfisblað er á heimasíðu skólans.