Haustferð í Mývatnssveit

Í síðustu viku fóru nemendur 5. - 7. bekkjar í haustferð í Mývatnssveit og hér fyrir neðan eru myndir og frétt þeirra af ferðinni. 

5. - 7. bekkur fór í haustferð til Mývatnssveitar. Lagt var af stað klukkan 8:30 frá skólanum og komum rúmlega 10  í Mývatnssveit. Byrjuðum á að fara á Fuglasafn Sigurgeirs þar sem við fengu að borða nesti áður en við skoðuðu safnið. Á safninu sáum við margar fuglategundir eins og landfugla, sjófugla, spörfugla, ránfugla, máfugla, vatnafugla og vaðfugla sem og egg þeirra. Einnig var hægt að skoða bátinn Sleipni sem kom frá Noregi árið 1930. Síðan fórum við að skoða Skútustaðagígana sem eru gervigígar og að því loknu var hádegismatur borðaður. Óvæntur glaðningur frá kennurum var að fá ís frá Skútaís í eftirrétt sem allir voru ánægðir með. Síðasti dagskrárliður ferðarinnar var að skokka upp á Hverfjall (Hverfell) áður en við lögðum af stað heim aftur. Allir komust upp á topp þar sem tók á móti okkur alvöru íslenskt veður, sól og ofankoma. Á leiðinni heim var stoppað við Jökulsá á fjöllum þar sem smá nesti var snætt í ísköldu veðri. Allir nemendur og kennarar komu heim sáttir með vel heppnaða ferð.