Heimsókn frá sendiherra Breta

Á fimmtudaginn síðasta fengum við góða heimsókn frá Dr. Bryony Mathew sendiherra Breta á Íslandi og öðru starfsfólki sendiráðsins. Þær komu til þess að kynna bókina sem sendiráðið gaf út nýlega og heitir Tæknitröll og íseldfjöll. Bókin fjallar um hvaða störf verða meðal þeirra áhugaverðustu og mikilvægustu á Íslandi á næstu 20 árum. Þær spjölluðu við nemendur í 1.-5. bekk og kynntu bókina ásamt nokkrum persónum bókarinnar. Nemendur voru mjög áhugasamir og duglegir að spyrja og fengu spil og bókamerki að gjöf ásamt því að skólinn fékk nokkrar bækur sem eru á bókasafni skólans.

 

Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna og gjafirnar.