Í vikunni fóru nemendur á mið- og elsta stigi í vettvangsferð í Brim. Þeir fengu leiðsögn um skipin, Venus og Víking, og skoðuðu allt sem hægt er að skoða. Nemendur vour ánægðir með ferðina og þökkum við Brim fyrir að bjóða okkur. Meðfylgandi eru nokkrar myndir og stutt frétt sem 5. og 6. bekkur skrifuðu um ferðina.
Brim bauð nemendum í heimsókn um borð í Venus. Við í 5. og 6. bekk fórum á þriðjudaginn síðasta. Við fengum að skoða vélarnar, ræktina, sjúkraherbergið, klefana, stjórnborðið, eldhúsið, dekkið, búrið, frystinn, ísskápinn og lærðum að binda hnúta. Það sem okkur fannst áhugaverðast var myndband um það hvernig veiðarfærin virka. Það kom okkur á óvart hvað skipið var stórt. Við fengum líka að prófa skipsstjóra sætið. Sumir tóku með sér loðnu heim, í misjöfnu ástandi. Takk fyrir okkur Brim.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 470 3250 / Stafrænt leyfisblað er á heimasíðu skólans.