Að venju mála nemendur jólamyndir á glugga í stofum sínum á efstu hæðinni í byrjun desember. Miðvikudaginn 13. desember skreyta nemendur stofurnar, föstudaginn 15. des. er jólabíó og popp. Þessa daga er aðeins hluti dagsins ætlaður í þetta nema hver bekkur fær skóladaginn til að mála myndir á gluggana. Mánudaginn 18. des. er jólaföndur og jólakortagerð, þá er jólasöngstundin og krökkum úr Brekkubæ boðið í heimsókn. Þá er að venju boðið upp á kakó og mega nemendur koma með smákökur í nesti. Allir nemendur eru búnir kl. 13.10 og heimaakstur strax á eftir. Þriðjudaginn 19. des. er jólaföndur áfram, allir eru hvattir til að klæðast rauðu og í hádeginu er jólamáltíð þar sem starfsfólk þjónar til borðs. Skóla lýkur kl. 13.10, heimakstur strax á eftir og engin gæsla yngri nemenda.
Litlu jólin eru miðvikuudaginn 20. desember frá kl. 9:30-12:00.
Á litlu jólunum skiptast nemendur á pökkum og eru krakkarnir beðnir að koma með pakka sem kosta um 800-1000 kr. og skila til umsjónarkennara. Mælst er til að ekki sé sælgæti í pökkunum og pakkinn sé bæði fyrir stelpu og stráka.
Byrjað er á að fara í stofur með umsjónarkennurum. Jólaguðspjallið er lesið og einnig stutt jólasaga. Pakkarnir eru opnaðir, boðið upp á sælgæti og jólakortin skoðuð.
Eftir stofujólin er dagskrá þar sem allir bekkir eru með atriði, dansað kringum jólatré og jólasveinar koma í heimsókn.
Skólaakstur er á litlu jólin.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 470 3250 / Stafrænt leyfisblað er á heimasíðu skólans.