Föstudagur 16. des. er jólaföndur og jólakortagerð. Nestistími með kakói er hjá öllum bekkjum í salnum og mega nemendur koma með smákökur í nesti. Skóla lýkur kl. 13:30.
Mánudagur 19. des. er jólaþema þar sem allir klæðast einhverju jólalegu eða eru rauðklæddir. Þá er föndrað og jólakortagerð. Í hádeginu er jólamáltíð skólans þar sem starfsfólk þjónar til borðs. Engin gæsla er þennan dag, skóli er til kl. 13:30 og heimakstur strax á eftir.
Litlu jólin eru 20. desember, kl. 10:00-12:00.
Á litlu jólunum skiptast nemendur á pökkum og eru krakkarnir beðnir að koma með pakka sem kosta u.þ.b. 1000 kr. og skila til umsjónarkennara. Mælst er til að ekki sé sælgæti í pökkunum og pakkinn sé bæði fyrir stelpur og stráka.
Nemendur fara í stofur með umsjónarkennurum. Jólaguðspjallið er lesið og einnig stutt jólasaga. Pakkarnir eru opnaðir, boðið upp á sælgæti og skoðuð jólakort.
Eftir samveru í stofu er skemmtun á sal og dansað í kringum jólaté.
Gleðileg jól
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 470 3250 / Stafrænt leyfisblað er á heimasíðu skólans.