Í gær 16.október fóru 5.-og 6. bekkur ásamt umsjónkennara sínum Berglindi W Árnadóttur í menningarferð til Egilsstaða.
Nemendur fóru á sýninguna Kjarval á Austurlandi og voru mjög ánægð og áhugasöm.
Í tengslum við sýninguna og BRAS, menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi, bauð Sláturhúsið upp leiksýninguna Kjarval. Þar er um að ræða fjölskylduleikrit sem fyrst var sett upp í Borgarleikhúsinu árið 2021 en í því er dregin upp mynd af Kjarval, drengnum, manninum og málaranum.
Ákveðnum árgöngum grunnskóla á svæðinu var boðið á leiksýninguna auk þess sem þau fengu stutta leiðsögn um minjasýninguna og fræðsluverkefni.
Allt þetta var skólanum að kostnaðarlaus þ.m.t. rútuferðir.
Við í skólanum þökkum kærlega fyrir þetta góða og skemmtilega boð.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 470 3250 / Stafrænt leyfisblað er á heimasíðu skólans.