Í gær komu til okkar listamenn á vegum Skaftfells. Um var að ræða listfræðsluverkefnið Laust mál og var verkefnið í boði fyrir nemendur í 8. til 10. bekk. Hér fyrir neðan eru upplýsingar um verkefnin sem nemendur unnu og þökkum við Önnu Margréti og Joe Keys fyrir komuna.
Karawane Killi Mara Kussu Mu er smiðja sem fagnar útþenslu tungumálsins með vitleysunni að vopni. Til að finna upp ný orð þarf að opna hugvitin og anda að sér fersku hráefni stafa. Merking og tákn orða og stafa eru skorin niður og sett saman á annan hátt til að þróa aðra og spennandi tengingu við tungumál meðal annars með hjálp vitleysuljóðlist (nonsense poetry). Þátttakendum gefst tækifæri til að ná að kafa dýpra í skrif og lestur í leik og tilraunum og hvött til að finna upp ný orð og blanda saman orðum á ýmsum tungumálum. Verkefnið er gert til að efla sköpun í tengslum við hljóð, stafi og lestur.
Bráðnandi myndir notar naíva prenttækni til að gera abstract myndir. Vaxlitir verða bræddir á álplötur og síðan fluttir yfir á pappír. Með þessu gefum við eftir og bjóðum mistök og slys velkomin og íhugum samsetningu þrátt fyrir að líkurnar séu á móti okkur.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 470 3250 / Stafrænt leyfisblað er á heimasíðu skólans.