Í mars fara nemendur í 7., 8. og 9. bekk í námsferðir til Noregs og Holllands.
Eins og fram hefur komið unnu 7. og 8. bekkur Vopnafjarðarskóla legókeppnina og eru First Lego League meistarar 2021. Með því unnu þeir sér rétt til að taka þátt í aðalkeppninni í Álasundi í Noregi 12. mars. Það hefur verið tekin ákvörðun um að taka þátt í þeirri keppni og er undirbúningur hafinn.
Nemendur í 9. bekk eru þátttakendur í verkefni á vegum Erasmus og Nordplus. Verkefnið fjallar um stöðu ungs flóttafólks og innflytjenda í heiminum. Einnig kynna nemendur sér menningu annarra landa og kynna jafnframt sína eigin. Nemendur vinna þetta verkefni með nemendum frá Póllandi, Hollandi, Rúmeníu og Búlgaríu. Í vetur hafa krakkarnir hist á rafrænum fundum en 18. mars er komið að því að halda til Hollands í viku vinnuferð.
Þetta eru stór verkefni sem kosta samvinnu nemenda, kennara og foreldra.
Foreldrar taka þátt í fjáröflun ferðanna og án þeirra væri þetta ekki hægt.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 470 3250 / Stafrænt leyfisblað er á heimasíðu skólans.