Öskudagur og þurrís

Það er alltaf nóg um að vera í skólanum. Á föstudaginn síðasta kom Sólrún Dögg með þurrís í skólann og sýndi krökkunum hvað gerist þegar þurrís er settur í vatn. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir en krökkunum fannst þetta mjög spennandi.

Í dag var svo öskudagurinn haldinn með hefðbundnum hætti. Krakkarnir mættu í skólann í búningum og farið var í íþróttahúsið þar sem allir kynntu hvað þeir vildu vera samkvæmt búningum. Síðan var kötturinn sleginn úr tunnunni en í ár sáum nemendur 6. bekkjar um að skreyta tunnurnar. Eftir samverustund í íþróttahúsinu fóru krakkarnir í bæinn og heimsóttu fyrirtæki og stofnanir og sungu fyrir starfsfólk og gekk það almennt vel.