Páskafrí

Páskafrí er hafið í skólanum, mjög langþráð hjá starfsfólki og líklega einnig hjá nemendum.
Starfið hefur verið með svipuðum hætti alla vikuna eins og kemur fram neðar á síðunni og hefur tekið mjög á hjá fólki.
Í morgun var páskabíó með poppi og svo nefndar árshátíðarsamlokur og svali í hádegismat.En á þessum degi, föstudegi fyrir pálmasunndag, hefur Árshátíð Vopnafjarðarskóla verið haldin í áratugi. 

Vegna mikillar óvissu um stöðuna í samfélaginu eftir páska verður starfsdagur þriðjudaginn 14. april og hefst skólastarf miðvikudaginn 15. apríl.
Á starfsdeginum verður staðan tekin og næstu vikur undirbúnar.
Með bestu kveðju og óskum um gleðilega páska, á fordæmalausum tímum.
Stjórnendur og starfsfólk.