Vopnafjarðarskóla var slitið föstudaginn 31. maí. Nemendur skólans tóku við vitnisburði og kvöddu umsjónarkennara sína. Að þessu sinni útskrifuðust 6 nemendur úr 10. bekk.
Sigríður Elva Konráðsdóttir skólastjóri flutti ræðu við skólaslitin og fór yfir skólaárið og talaði líka sérstaklega til 10. bekkjar sem voru að ljúka sinni grunnskólagöngu.
Nemendur í 6. og 10. bekk fengu viðurkenningar í verklegum greinum og nemandi í 10. bekk fékk viðurkenningar fyrir góðan námsárangur.
Nemendur úr Tónlistaskóla Vopnafjarðar fluttu tónlistaratrið undir stjórn Stephen Yates.
Að lokum þakkaði Sigríður nemendum, foreldrum og starfsfólki fyrir gott samstarfið á skólaárinu.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 470 3250 / Stafrænt leyfisblað er á heimasíðu skólans.