Skólastarf verður með sama hætti hjá nemendum í 1.-6. bekk og var fyrir páska, mæting kl. 8:30-12:30. Muna eftir nesti en matur er í hádeginu. Við gerum ráð fyrir að þetta verði með sama sniði út apríl hjá þessum bekkjum.
Nemendur í 7. bekk mæta kl. 8:40-10:55, er skipt í tvo hópa og mætir hópur 1 á miðvikudag, 2 á fimmtudag, 1 á föstudag.
Nemendur í 9. bekk mæta kl. 8:50-10:50, á miðvikudag, eru heima á fimmtudaginn og eru bæði í fjarnámi þegar þeir mæta og eru heima.
Nemendur í 8. bekk mæta kl. 8:50-10:50, á fimmtudag, eru heima á miðvikudag og eru bæði í fjarnámi þegar þeir mæta og eru heima.
Nemendur í 10. bekk mæta kl. 9:00-10:55, er skipt í tvo hópa,strákar á miðvikudag, stúlkur á fimmtudag og eru einnig í fjarnámi.
Nemendur í 7.-10.bekk fara heim um kl.11 þessa daga og eru því ekki í hádegismat.
Umsjónarkennarar senda frekari upplýsingar til nemenda.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 470 3250 / Stafrænt leyfisblað er á heimasíðu skólans.