Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk var haldin á sal skólans í dag, miðvikudaginn 8. mars. Krakkarnir stóðu sig allir ljómandi vel enda hafa þau verið dugleg að æfa sig. Fulltrúi Vopnafjarðarskóla á Héraðshátíðinni sem haldin verður á Egilsstöðum 15. mars er Kristófer Franz Svansson og varamaður hans er Flosi Sölvason, til hamingju strákar.
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 470 3250 / Stafrænt leyfisblað er á heimasíðu skólans.